Goðasteinn - 01.09.2022, Side 173
171
Goðasteinn 2022
taka einn Olsen Olsen eða tvo, en í því spili þótti Guðmundur sérlega slyngur,
þótt vart hafi mátt á milli sjá hvor var vígfimari í þessu spili, hann eða Dofri.
Mér er nefnilega sagt að þeir hafi báðir svindlað, án þess að fatta það.
Um verslunarmannahelgina árið 1960 atvikuðust mál þannig að nokkur
hópur ungs fólks hélt á vit náttúrunnar, svo sem tíðkast um þá helgi, og hélt í
Borgarfjörð, nánar tiltekið á sveitaball í Logalandi. Í bílnum var meðal farþega
Guðmundur ung tveggja barna móðir úr Reykjavík, Guðný Kristjana Vilhjálms-
dóttir, f. 28. júlí 1939, ættuð af Austfjörðum í báðar ættir. Með þeim tókust góð
og kærleiksrík kynni sem leiddi þau upp að altarinu 1. júlí 1961. Síðan eru liðin
hartnær 60 ár. Þau hófu búskap sinn á Þórsgötu í Reykjavík, fluttu þó fljótlega
að Sámsstöðum í Fljótshlíð og þaðan á Hvolsvöll með nokkurri millilendingu á
Torfastöðum, en bjuggu lengst af í Litlagerði 6. Þau keyptu svo fyrir nokkrum
árum lítið raðhús við Sólbakka 7, skammt frá Kirkjuhvoli þaðan sem þjónustu
við aldraða er að fá.
Sem áður getur fékk Guðmundur í forgjöf með konu sinni tvö mannvæn-
leg börn sem hann gekk í föðurstað, þau Vilberg, f. 1956, og Lydíu, f. 1957,
Pálmarsbörn. Vilberg á þrjár dætur, sjö barnabörn og eitt langafabarn. Hann
er búsettur í Reykjavík. Lydía er gift Vigfúsi Gunnari Gíslasyni og eiga þau
tvo syni og fjögur barnabörn. Þau búa í Garðabæ. Síðar bættust í hópinn börn
þeirra hjóna, Kristín Guðný, f. 1961, búsett á Selfossi, hún á eina dóttur og
tvö barnabörn; Þorbjörg Hlín, f. 1963, búsett á Selfossi, gift Ingva Þór Magn-
ússyni og eiga þau 3 börn og 6 barnabörn; Guðmundur Birgir, f. 1971, búsettur
í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Hugadóttur og eiga þau þrjár dætur; og yngst er
Helena, f. 1975, búsett á Selfossi. Maður hennar er Ástmundur Sigmarsson og
eiga þau þrjú börn.
Alla samferðamenn og vini Guðmundar sem ég hef heyrt til, ber að sama
brunni um mannkosti hans, hlýju og hæfni á mörgum sviðum.
Stofnun Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli var Guðmundi
mikið metnaðarmál um leið og það gaf honum lífsfyllingu og gleði að taka þátt
í störfum hennar, enda í beinu samhengi við eðli hans að bjarga og vernda, eins
og fram hefur komið. Hann var haldinn þónokkurri bíladellu og átti gjarnan
öfluga jeppa á síns tíma mætlikvarða, en í samanburði við það sem nú tíðkast
í þeim efnum, voru þeir e.t.v. betur málaðir fremur en svo djarftækir til drifs
og dekkja, enda hafði hann unnið við bílamálun hjá Kaupfélagi Rangæingu og
tileinkað sér þá list harla vel og vildi hafa sína bíla með rönd, jafnvel röndum.
En hann kunni samt tökin á sínum tólum og það varð „enginn lens með Gagga
Gvends“ eins og sumir sögðu sem til hans þekktu, enda voru fjalla- og hálend-
isferðirnar margar og sögulegar.