Goðasteinn - 01.09.2022, Side 201
199
Goðasteinn 2022
Hlíð var leigujörð og vildi Jón faðir hennar gjarnan eignast jörðina. Fyrir
hvatningu samferðamanna lagði hann í „kvæðaferðalag“ til að vinna sér inn
fyrir útborgun en Jón hafði hljómmikla rödd og kunni ógrynnin öll af kvæð-
um og vísum. Fékk hann til liðs við sig þrjú elstu börnin og varð úr ferð sem
reyndist 10 ára stúlku mikið ævintýri. Á Jón að hafa sagt að aldrei hefði hann
eignast jörðina ef ekki hefði verið kveðið. 1930 var enn lagt í langferð er Jón
og börnin voru fengin til að kveða á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Í þetta
skiptið var einnig kveðið inn á plötu og hljómar sú upptaka við og við á RÚV.
Þá hitti María fyrir sjálfan kónginn, sem vildi gjarnan taka þessa fallegu stúlku
með sér heim til Danmerkur, það leist henni ekkert á!
Heima í Hlíð var María foreldrum sínum stoð og stytta og hjálpaði til við
verkefni hversdagsins. Hennar mesta yndi var að teikna og mála og langaði
hana til að komast í skóla til að læra myndlist. Um slíkt var þó ekki að ræða á
hennar uppvaxtarárum. Er hún hafði aldur til réði hún sig til starfa fyrir sunn-
an, var þá einna helst á klæðskeraverkstæðum. Komst hún og greiddi sjálf fyrir
námskeið í myndlistaskólanum og lærði þar meðferð lita. Á þessum árum mál-
aði hún á öskudagspoka, myndefnið var gjarnan hermenn við sín störf. Pok-
arnir voru ígildi minjagripa og keyptu hermennirnir slíka poka í stórum stíl og
sendu heim.
María réði sig í kaupavinnu hjá Ólafi Steinssyni á Kirkjulæk og ætlaði í
fyrstu að dvelja í 4 mánuði. Það fór öðruvísi en hún ætlaði því maðurinn sem
sótti hana niður á brúsapall heillaði hana upp úr skónum. Þau María og Ólafur
gengu í hjónaband 20. nóvember árið 1947 og bjuggu svo til allan sinn búskap
að Kirkjulæk þar sem Ólafur var alinn upp og tók við búi foreldra sinna, þeirra
Steins og Sigurbjargar. Þau hjónin eignuðust 7 börn. Þegar elsta barnið fermd-
ist þá var það yngsta skírt og að sjálfsögðu voru margir í sömu sæng þar sem
húsrúm bauð ekki upp á annað, „ofan við, til fóta og framan við“ en það gerði
ekkert til því nóg var af ást og umhyggju.
Börn Maríu og Ólafs eru 1) Halldóra, hennar maður er Svavar Ólafsson. 2)
Steinn Ingi, hans sambýliskona er Ewa Mezyk. 3) Sigurbjörg, hennar maður er
Grétar Markússon. 4) Jón, hans kona var Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, Jón lést
2008 – blessuð sé minning hans. 5) Hjálmar, hans kona er Vigdís Guðjónsdóttir.
6) Kristín, hennar maður er Pétur Valdimar Guðjónsson. 7) Álfheiður, hennar
maður er Þrándur Arnþórsson.
María var myndarleg húsmóðir sem féll sjaldnast verk úr hendi og mikil
ábyrgð hvíldi á hennar herðum því lengi vel voru 12 manns í heimili. Ekki
gafst mikill tími á daginn til að sinna öðru en heimilishaldi og búverkum, hluta
nætur notaði hún því til að sinna hugðarefnum. Sat hún á rúmstokknum og