Goðasteinn - 01.09.2022, Side 208
206
Goðasteinn 2022
þá námsleið sem stóð hjartanu næst, að verða ljósmóðir. Hún stóð fullkomlega
undir þessu fallega starfsheiti, starfið tók hún að hjarta sér eins og reyndar svo
margt annað í lífinu. Hún var varkár og styðjandi og eiga margir henni lífið að
launa. Með eftirfarandi orðum var Ragnheiði lýst í starfi: „Hún var einstök
kona og frábær ljósmóðir með góða nærveru og lét öllum í kringum sig líða vel.
Hún var alltaf fagleg, mætti alltaf 100% reiðubúin í vinnuna og var ætíð fulltrúi
kvennanna sem hún var með í fæðingu. Hún lagði sig fram um að veita fram-
úrskarandi umönnun og fæðingarhjálp.“
Ragnheiður lauk jafnframt námi í hjúkrunarfræði árið 1986 með glæsibrag
en lengst af starfaði hún á fæðingardeild Landspítalans. Samhliða sínum störf-
um ól hún upp börnin sín, þau Ólafíu Bjarnheiði, Grétar, Guðríði Bjarteyju og
Ragnheiði Lilju. Hún var einstök móðir, elskaði og dáði börnin sín. Hún var
mikil fjölskyldukona og vildi helst alltaf hafa fólkið sitt í kringum sig í sprelli
og gamni. Hún lagði áherslu á að þau gengju menntaveginn, var styðjandi og
hvatti þau við nám og leik með ráðum og dáð.
Þegar barnabörnin tóku að líta dagsins ljós þá reyndist hún jafnframt frábær
amma og vildi allt fyrir barnabörnin gera. Að sjálfsögðu tók hún á móti þeim í
heiminn, sem og mörgum ættingjum. Þá var hún dugleg að finna tilefni til að
fagna, hvort sem um afmæli, útskriftir, trúlofanir eða gott gengi í íþróttum var
að ræða.
Gott var að leita til hennar og það gerði fólk gjarnan. Það leitaði til Ragn-
heiðar með öll sín bágindi og lagði hún sig alla fram við að hlusta og hjálpa.
Hún hlúði sérstaklega vel að þeim sem voru minnimáttar og gerði hvað hún gat
til að láta fólki líða vel, enda mátti hún ekkert aumt sjá. Hún var listræn og ljóð-
elsk. Saumaði, teiknaði, prjónaði, heklaði, hafði gaman af að skrifa. Hún var
fljót að læra texta enda stálminnug, vel að sér og fluggreind. Hún þekkti margt
fólk og hvar sem fjölskyldan kom var henni heilsað og stundum gerðist það að
fólk gekk upp að henni með tárin í augunum og þakkaði henni fyrir að koma
barni óhultu í heiminn.
Öll þurfum við fyrirmyndir. Ragnheiður var góð fyrirmynd, hjartahlý og
ákveðin baráttukona sem hugsaði í lausnum. Það er með söknuði en einlægu
þakklæti sem fjölskylda og vinir kveðja góða konu.
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir