Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 4
Barnabækur
MYNDRÍKAR
IB
5 mínútna bílasögur
Höf: Walt Disney
Vertu klár í kappakstur! Skelltu þér á
kappakstursbrautina með Leiftri og vinum hans .
Leiftur hittir gamla og nýja keppinauta en vinir
hans í Vatnskassavin eru aldrei langt undan .
Spennandi sögur um kappakstur, vináttu og ævintýri .
160 bls .
Edda útgáfa
IB
5 mínútna sjávarsögur
Höf: Walt Disney
Undirdjúpin eru unaðsleg! Svamlaðu um með
uppáhalds Disney-persónunum þínum! Kannaðu
undirdjúpin með Aríel, syntu með Nemó og vinum
hans eða svífðu um á brimbretti með Vaiönu .
10 fallegar sögur sem henta vel fyrir
svefninn . . . eða bara hvenær sem er!
160 bls .
Edda útgáfa
IB HLB
Atli eignast gæludýr
Höf: Birgitta Haukdal
Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan
Mamma og pabbi Atla eru búin að samþykkja
að fá gæludýr á heimilið . Atli hleypur spenntur
til Láru að segja fréttirnar en hann segir henni
ekki alveg strax hvaða dýr varð fyrir valinu .
Sögurnar um Láru, Ljónsa og Atla eru litríkar
og fallegar bækur sem krakkar hrífast af .
41 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Álfatöfrar með töfrasprota
Höf: Sam Taplin
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Afar falleg bók . Berðu töfrasprotann yfir síðuna og
þá heyrast falleg hljóð . Sannkölluð töfrabók .
10 bls .
Unga ástin mín
IB
Bangsi fer út að leika
Höf: Tindur Lilja
Myndh: Tindur Lilja
Bangsi á heldur betur viðburðaríkan dag á
leikvellinum! Einföld og litrík saga fyrir yngstu
lesendurna og fólkið sem fer með þeim út að leika .
20 bls .
Bókabeitan
IB
Bluey 5-mínútna sögur
Höf: Joe Brumm
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Komdu að synda með Blæju, verðu deginum
með Báru, spilaðu gátuleik með Perlu og
miklu meira! Sex frábærar sögur til að lesa
fyrir börnin . Allir elska Blæju .
158 bls .
Unga ástin mín
IB
Bluey - ömmur
Höf: Joe Brumm
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Geta ömmur dansað? Sláist í för með Blæju og Báru
þegar þær reyna að svara þeirri spurningu .
24 bls .
Unga ástin mín
IB
Bókajóladagatal barnanna
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Vandað og fallegt bókadagatal með 24 fallegum
litlum bókum sem tilvalið er að lesa fyrir börnin
fyrir svefninn í aðdraganda jóla . Innan við hvern
glugga dagatalsins er sígild saga . Þegar svo loksins
er komið fram á aðfangadag hefur safnast upp
bókasafn sem lesa má aftur og aftur .
Unga ástin mín
SVK
Bókaormur
Léttlestrarbók
Höf: Huginn Þór Grétarsson
Bókaormur er sniðug léttlestrarbók . Í bókinni
er stuttur texti til að auðvelda börnum að læra
að lesa . Fleiri léttlestrarbækur sem koma út í ár
eru Undraverð dýr 3, Kóngulóagarður, Fastur í
tölvuleikjum og Kanínan sem fékk aldrei nóg .
Það er markmiðið með bókunum að vekja
forvitni barna og fá þau til að lesa .
20 bls .
Óðinsauga útgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa4
Barnabækur MYNDRÍK AR
Barna- og ungmennabækur
Myndríkar