Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 23

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 23
 Skáldverk ÍSLENSK RAF HLB 17 ástæður til að drepa Höf: Unnur Lilja Aradóttir Þau voru fullkomið par . Óaðfinnanlegt heimili, opið hjónaband, makaskipti, glæsiveislur og glansmyndinni sífellt varpað á samfélagsmiðla . Þar til unaðarlífið hlýtur hryllileg endalok . Ásta, ung og metnaðarfull rannsóknarlögreglukona, fær málið í hendurnar . 17 ástæður til að drepa er grípandi og hispurslaus morðgáta eftir höfund Utan garðs . 190 bls . Storytel IB Aldrei aftur vinnukona Höf: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Hér segir af Þuríði sem fór til Ameríku að leita gæfunnar heldur en að verða ævilangt vinnukona á Íslandi . Einnig skyggnumst við í hugarheim systur Þuríðar sem hóf búskap á hrjóstrugu landi á Íslandi og ól þar upp börn sín . En henni varð einatt hugsað til systur sinnar í Ameríku sem hún kynntist þó ekki fyrr en á fullorðinsárum . 170 bls . Króníka IB KIL RAF HLB Áttunda undur veraldar Höf: Lilja Rós Agnarsdóttir Sara er ungur fatahönnuður í Reykjavík . Nokkru eftir erfiðan missi gefur hún sér tíma til að yfirfara litla húsið í Kjósinni sem hún erfði eftir ömmu sína . Þegar myndarlegur maður bankar óvænt upp á fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir . 367 bls . Bókabeitan IB Bara Edda Höf: Daníel Daníelsson Fyrsta skáldverk höfundar fjallar um ferðalag manns um hús . Flakkað er á milli ókennilegra rýma til að færast nær merg málsins - tungunni . En passaðu þig á öllum röddunum . 132 bls . Pirrandi útgáfa RAF HLB Bertelsen Utan seilingar Höf: Erla Sesselja Jensdóttir Les: Þórunn Erna Clausen og Þorvaldur Davíð Kristjánsson Ung munaðarlaus stúlka gefur upp barn sitt í þeirri trú að það sé öllum fyrir bestu . Þrátt fyrir að haf og heimur skilji þau að gleymir hún aldrei litla drengnum sínum . Áratugum síðar fléttast líf þeirra aftur saman . Litli drengurinn hefur klifrað metorðastigann og komist í valdastöðu . En hann á sér leyndarmál sem geta kollvarpað tilveru hans . Storytel KIL Bónorðin tíu Höf: Helgi Jónsson Gamansaga úr íslenskum veruleika . 272 bls . Bókaútgáfan Tindur KIL Breiðþotur Höf: Tómas Ævar Ólafsson Gagnaleki skekur heimsbyggðina . Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum . Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu . Verið er að undirbúa Þorpið undir næsta gagnaleka, þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin . Breiðþotur er grípandi saga um vináttu og söknuð, tæknihyggju og uppgang öfgaafla . Benedikt bókaútgáfa KIL Bréfbátarigningin Höf: Gyrðir Elíasson Eitt af fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar kom út árið 1988 og var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar . Sögurnar eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu . Verkið kemur nú út að nýju með eftirmála eftir Halldór Guðmundsson . 122 bls . Forlagið KIL Bréf til Láru Höf: Þórbergur Þórðarson Meistaraverk, sem olli miklu fjaðrafoki og deilum þegar það kom út árið 1924, birtist nú í nýrri útgáfu á aldarafmælinu . Óborganlegur húmor nýtur sín hér til fulls í ádeilum Þórbergs og skopi sem beinist ekki síst að honum sjálfum . Soffía Auður Birgisdóttir ritar inngang og tekur saman ítarlegar skýringar . 248 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 23GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK Skáld verk Íslensk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.