Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 23
Skáldverk
ÍSLENSK
RAF HLB
17 ástæður til að drepa
Höf: Unnur Lilja Aradóttir
Þau voru fullkomið par . Óaðfinnanlegt heimili,
opið hjónaband, makaskipti, glæsiveislur og
glansmyndinni sífellt varpað á samfélagsmiðla . Þar
til unaðarlífið hlýtur hryllileg endalok . Ásta, ung og
metnaðarfull rannsóknarlögreglukona, fær málið í
hendurnar . 17 ástæður til að drepa er grípandi og
hispurslaus morðgáta eftir höfund Utan garðs .
190 bls .
Storytel
IB
Aldrei aftur vinnukona
Höf: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hér segir af Þuríði sem fór til Ameríku að leita
gæfunnar heldur en að verða ævilangt vinnukona
á Íslandi . Einnig skyggnumst við í hugarheim
systur Þuríðar sem hóf búskap á hrjóstrugu landi
á Íslandi og ól þar upp börn sín . En henni varð
einatt hugsað til systur sinnar í Ameríku sem hún
kynntist þó ekki fyrr en á fullorðinsárum .
170 bls .
Króníka
IB KIL RAF HLB
Áttunda undur veraldar
Höf: Lilja Rós Agnarsdóttir
Sara er ungur fatahönnuður í Reykjavík . Nokkru eftir
erfiðan missi gefur hún sér tíma til að yfirfara litla
húsið í Kjósinni sem hún erfði eftir ömmu sína . Þegar
myndarlegur maður bankar óvænt upp á fer af stað
atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir .
367 bls .
Bókabeitan
IB
Bara Edda
Höf: Daníel Daníelsson
Fyrsta skáldverk höfundar fjallar um ferðalag
manns um hús . Flakkað er á milli ókennilegra
rýma til að færast nær merg málsins - tungunni .
En passaðu þig á öllum röddunum .
132 bls .
Pirrandi útgáfa
RAF HLB
Bertelsen
Utan seilingar
Höf: Erla Sesselja Jensdóttir
Les: Þórunn Erna Clausen og Þorvaldur Davíð
Kristjánsson
Ung munaðarlaus stúlka gefur upp barn sitt í
þeirri trú að það sé öllum fyrir bestu . Þrátt fyrir
að haf og heimur skilji þau að gleymir hún aldrei
litla drengnum sínum . Áratugum síðar fléttast líf
þeirra aftur saman . Litli drengurinn hefur klifrað
metorðastigann og komist í valdastöðu . En hann á
sér leyndarmál sem geta kollvarpað tilveru hans .
Storytel
KIL
Bónorðin tíu
Höf: Helgi Jónsson
Gamansaga úr íslenskum veruleika .
272 bls .
Bókaútgáfan Tindur
KIL
Breiðþotur
Höf: Tómas Ævar Ólafsson
Gagnaleki skekur heimsbyggðina . Þeir sem lýsa yfir
ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum .
Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu . Verið
er að undirbúa Þorpið undir næsta gagnaleka,
þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin .
Breiðþotur er grípandi saga um vináttu og
söknuð, tæknihyggju og uppgang öfgaafla .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Bréfbátarigningin
Höf: Gyrðir Elíasson
Eitt af fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar kom
út árið 1988 og var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs tveimur árum síðar . Sögurnar eru
fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið
er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og
nostalgíu . Verkið kemur nú út að nýju með
eftirmála eftir Halldór Guðmundsson .
122 bls .
Forlagið
KIL
Bréf til Láru
Höf: Þórbergur Þórðarson
Meistaraverk, sem olli miklu fjaðrafoki og deilum
þegar það kom út árið 1924, birtist nú í nýrri útgáfu
á aldarafmælinu . Óborganlegur húmor nýtur sín hér
til fulls í ádeilum Þórbergs og skopi sem beinist ekki
síst að honum sjálfum . Soffía Auður Birgisdóttir ritar
inngang og tekur saman ítarlegar skýringar .
248 bls .
Forlagið - Mál og menning
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 23GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK
Skáld verk
Íslensk