Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 34
KIL RAF
Brúðarmyndin
Höf: Maggie O'Farrell
Þýð: Sunna Dís Másdóttir
Lucrezía fæðist á 16 . öld inn í ríka ætt í Flórens .
Barnung giftist hún hertoga og flytur í höll hans
fjarri heimahögunum . Brátt áttar hún sig á því
að hann er ekki allur þar sem hann er séður
og fer að óttast um líf sitt . Maggie O'Farrell
hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögur sínar
sem hafa komið út í yfir 30 löndum .
461 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Bústaðurinn við ströndina
Höf: Sarah Morgan
Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Cecilia Lapthorne ætlaði aldrei að snúa aftur í
Dune-bústaðinn . Hún kemur því sjálfri sér mest á
óvart þegar hún stingur af úr eigin sjötugsafmæli
til að fara þangað . Staðurinn er afskekktur, en
fallegur, og troðfullur af minningum .
349 bls .
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL
Draumar um brons
Höf: Camilla Läckberg
Þýð: Sigurður Þór Salvarsson
Faye hefur unnið hörðum höndum að því að
verða frjáls og öðrum óháð, en dregst engu að
síður aftur inn í svartnætti æskuáranna . Henni
stendur ógn af föður sínum sem er á flótta úr
fangelsi . Hann, sem hefði átt að vera kletturinn
í lífi hennar, er sá sem hún óttast mest .
303 bls .
Sögur útgáfa
KIL
Drottningarnar í Garðinum
Höf: Camila Sosa Villada
Þýð: Birta Ósmann Þórhallsdóttir
Kynlífsverkakonur eru á næturrölti . Encarna
frænka finnur barn sem hún tekur að sér, eins og
hún hefur tekið að sér margar útskúfaðar konur . Í
húsinu hennar finnst skjól fyrir ógnum og ofbeldi
af hálfu kúnna, lögreglu og ástmanna . Mállaus kona
breytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila
berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf .
210 bls .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Eyjabrúðkaup
Höf: Jenny Colgan
Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir
Á litlu skosku eyjunni Mure ætla Flora MacKenzie
og unnusti hennar Joel loksins að ganga í það
heilaga . Brúðkaupsundirbúningurinn gengur þó
ekki sem skyldi vegna þess að skötuhjúin eru ekki
sammála um hvernig þau vilja hafa stóra daginn;
Joel langar í látlaust brúðkaup en Floru dreymir um
stóra veislu með vinum og vandamönnum .
416 bls .
Angústúra
IB
Fórnarlambið
Höf: Henrik Fexeus
Þýð: Sigurður Þór Salvarsson
Þegar Davíð fær tölvupóst frá ókunnri konu sem
segist hafa upplýsingar um æsku hans setur að honum
óhug og hann vill helst hunsa póstinn . En þar sem
Davíð á engar minningar frá æskunni, hefur forvitnin
betur og hann svarar póstinum . Í skuggunum lúra
áratugagömul leyndarmál og leikendur sem vilja
allt til vinna að sannleikurinn komi í ljós .
Sögur útgáfa
KIL
Fóstur
Höf: Clarie Keegan
Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir
Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og
veit ekki hvenær hún fer aftur heim . Þótt hún
þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju
sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman
blómstrar hún í þeirra umsjá . En eitthvað er
ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir
að oft fara sorg og sæla hönd í hönd .
93 bls .
Bjartur
RAF HLB
Becoming Sherlock
Frávikin
Höf: Sarah J. Noughton og Anthony Horowitz
Þýð: Anna María Hilmarsdóttir
Les: Ólafur Darri Ólafsson
Í þessari stórbrotnu spennuseríu draga
metsöluhöfundarnir Anthony Horowitz og
Sarah J . Noughton upp nýja mynd af meistara
ráðgátunnar, Sherlock Holmes, og hans dygga
aðstoðarmanni, John Watson, í framtíðarheimi
sem er ekki svo frábrugðinn okkar eigin . Ólafur
Darri færir Sherlock líf með frábærum lestri .
240 bls .
Storytel
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa34
Skáldverk ÞÝDD
Heimili hinna
fullkomnu glæpa