Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 34

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 34
KIL RAF Brúðarmyndin Höf: Maggie O'Farrell Þýð: Sunna Dís Másdóttir Lucrezía fæðist á 16 . öld inn í ríka ætt í Flórens . Barnung giftist hún hertoga og flytur í höll hans fjarri heimahögunum . Brátt áttar hún sig á því að hann er ekki allur þar sem hann er séður og fer að óttast um líf sitt . Maggie O'Farrell hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögur sínar sem hafa komið út í yfir 30 löndum . 461 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Bústaðurinn við ströndina Höf: Sarah Morgan Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Cecilia Lapthorne ætlaði aldrei að snúa aftur í Dune-bústaðinn . Hún kemur því sjálfri sér mest á óvart þegar hún stingur af úr eigin sjötugsafmæli til að fara þangað . Staðurinn er afskekktur, en fallegur, og troðfullur af minningum . 349 bls . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Draumar um brons Höf: Camilla Läckberg Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Faye hefur unnið hörðum höndum að því að verða frjáls og öðrum óháð, en dregst engu að síður aftur inn í svartnætti æskuáranna . Henni stendur ógn af föður sínum sem er á flótta úr fangelsi . Hann, sem hefði átt að vera kletturinn í lífi hennar, er sá sem hún óttast mest . 303 bls . Sögur útgáfa KIL Drottningarnar í Garðinum Höf: Camila Sosa Villada Þýð: Birta Ósmann Þórhallsdóttir Kynlífsverkakonur eru á næturrölti . Encarna frænka finnur barn sem hún tekur að sér, eins og hún hefur tekið að sér margar útskúfaðar konur . Í húsinu hennar finnst skjól fyrir ógnum og ofbeldi af hálfu kúnna, lögreglu og ástmanna . Mállaus kona breytist í fugl, hauslaus maður flýr stríð og Camila berst fyrir að ráða lífi sínu og kyngervi sjálf . 210 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Eyjabrúðkaup Höf: Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Á litlu skosku eyjunni Mure ætla Flora MacKenzie og unnusti hennar Joel loksins að ganga í það heilaga . Brúðkaupsundirbúningurinn gengur þó ekki sem skyldi vegna þess að skötuhjúin eru ekki sammála um hvernig þau vilja hafa stóra daginn; Joel langar í látlaust brúðkaup en Floru dreymir um stóra veislu með vinum og vandamönnum . 416 bls . Angústúra IB Fórnarlambið Höf: Henrik Fexeus Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Þegar Davíð fær tölvupóst frá ókunnri konu sem segist hafa upplýsingar um æsku hans setur að honum óhug og hann vill helst hunsa póstinn . En þar sem Davíð á engar minningar frá æskunni, hefur forvitnin betur og hann svarar póstinum . Í skuggunum lúra áratugagömul leyndarmál og leikendur sem vilja allt til vinna að sannleikurinn komi í ljós . Sögur útgáfa KIL Fóstur Höf: Clarie Keegan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim . Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá . En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd . 93 bls . Bjartur RAF HLB Becoming Sherlock Frávikin Höf: Sarah J. Noughton og Anthony Horowitz Þýð: Anna María Hilmarsdóttir Les: Ólafur Darri Ólafsson Í þessari stórbrotnu spennuseríu draga metsöluhöfundarnir Anthony Horowitz og Sarah J . Noughton upp nýja mynd af meistara ráðgátunnar, Sherlock Holmes, og hans dygga aðstoðarmanni, John Watson, í framtíðarheimi sem er ekki svo frábrugðinn okkar eigin . Ólafur Darri færir Sherlock líf með frábærum lestri . 240 bls . Storytel B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa34 Skáldverk ÞÝDD Heimili hinna fullkomnu glæpa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.