Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 40

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 40
KIL RAF Vindurinn veit hvað ég heiti Höf: Isabel Allende Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir Samuel var bjargað frá útrýmingarbúðum nasista og komið í vist á Englandi, Leticia flúði fjöldamorð í El Salvador og Anita var tekin af móður sinni í flóttamannabúðum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna . Mörgum árum síðar liggja leiðir þeirra þriggja saman . Áhrifamikil saga um ofbeldi og ást, rótleysi og von . 286 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Vistaskipti Höf: Beth O'Leary Þýð: Halla Sverrisdóttir Leena er send í leyfi eftir stórbrotið klúður í vinnunni . Hún heimsækir ömmu sína sem reynist líka standa á tímamótum . Þær ákveða að hafa vistaskipti, amman fer til London og Leena ætlar að lifa rólegu lífi í litlu þorpi . Þar með upphefjast mikil ævintýri . 421 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL Vöffluhúsið í fjöllunum Höf: Karin Härjegård Þýð: Urður Snædal Helena er önnum kafin við að undirbúa afmæliskvöldverð fyrir Martin eiginmann sinn þegar síminn hringir . Það er samstarfskona hennar sem segist hafa átt í ástarsambandi við Martin . Sambandið er búið en ástkonunni finnst að Helena eigi að vita um framhjáhaldið . Heimur Helenu hrynur og til að losna úr brakinu flytur hún burt úr bænum . 338 bls . Sögur útgáfa RAF Yfirheyrslan yfir Ottó B Höf: Wolfgang Schiffer Þýð: Franz Gíslason Sagan rekur þroskaferil ungs manns eins og hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti . Stúdentaóeirðir og ýmis örvæntingarfull viðbrögð æskufólks við stöðnuðu samfélagi sjöunda áratugar tuttugustu aldar mynda lítt sýnilegan bakgrunn frásagnarinnar . Þrátt fyrir alvöru málsins er lýsingin blönduð skopi og meinlegu háði Ormstunga SVK Það liðna er ekki draumur Höf: Theodor Kallifatides Þýð: Hallur Páll Jónsson Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu . Hver veit hvað annars hefði gerst . Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna . 297 bls . Dimma KIL Það sem við komumst ekki yfir Höf: Lucy Score Þýð: Urður Snædal Það sem við komumst ekki yfir er spennandi rómantísk saga sem slegið hefur í gegn víða um heim . Lucy Score er í hópi vinsælustu höfunda heims um þessar mundir . 612 bls . Bókafélagið KIL Þegar við hættum að skilja heiminn Höf: Benjamín Labatut Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum 20 . aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum uppgötvana þeirra . Skammtafræðin og óvissulögmál Heisenbergs umturnuðu heimsmyndinni og opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum að við erum hætt að skilja heiminn . 228 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Þessir djöfulsins karlar Höf: Andrev Walden Þýð: Þórdís Gísladóttir Uppvaxtarsaga sem fjallar um sterkar konur sem reykja undir eldhúsviftunni og blóta karlmönnum, um ást og sorg, ofbeldi og umhyggju, og afdrifarík samskipti rottu og hamsturs . Þessi fyrsta skáldsaga höfundar fékk Augustverðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Svíþjóðar árið 2023 . Bók sem verður ógleymanleg öllum lesendum . 348 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Æska Höf: Tove Ditlevsen Þýð: Þórdís Gísladóttir Annar hlutinn í endurminningaþríleik . Tove segir frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og vinnur að því að fá ljóð sín gefin út . Með húmor og einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna . 148 bls . Benedikt bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa40 Skáldverk ÞÝDD Góð bók gerir jólin svo notaleg góð gjöf Bóksala stúdenta, boksala.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.