Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 40
KIL RAF
Vindurinn veit hvað ég heiti
Höf: Isabel Allende
Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Samuel var bjargað frá útrýmingarbúðum
nasista og komið í vist á Englandi, Leticia flúði
fjöldamorð í El Salvador og Anita var tekin af
móður sinni í flóttamannabúðum á landamærum
Mexíkó og Bandaríkjanna . Mörgum árum síðar
liggja leiðir þeirra þriggja saman . Áhrifamikil
saga um ofbeldi og ást, rótleysi og von .
286 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Vistaskipti
Höf: Beth O'Leary
Þýð: Halla Sverrisdóttir
Leena er send í leyfi eftir stórbrotið klúður í vinnunni .
Hún heimsækir ömmu sína sem reynist líka standa á
tímamótum . Þær ákveða að hafa vistaskipti, amman
fer til London og Leena ætlar að lifa rólegu lífi í
litlu þorpi . Þar með upphefjast mikil ævintýri .
421 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Vöffluhúsið í fjöllunum
Höf: Karin Härjegård
Þýð: Urður Snædal
Helena er önnum kafin við að undirbúa
afmæliskvöldverð fyrir Martin eiginmann sinn þegar
síminn hringir . Það er samstarfskona hennar sem
segist hafa átt í ástarsambandi við Martin . Sambandið
er búið en ástkonunni finnst að Helena eigi að vita
um framhjáhaldið . Heimur Helenu hrynur og til að
losna úr brakinu flytur hún burt úr bænum .
338 bls .
Sögur útgáfa
RAF
Yfirheyrslan yfir Ottó B
Höf: Wolfgang Schiffer
Þýð: Franz Gíslason
Sagan rekur þroskaferil ungs manns eins og
hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti .
Stúdentaóeirðir og ýmis örvæntingarfull viðbrögð
æskufólks við stöðnuðu samfélagi sjöunda áratugar
tuttugustu aldar mynda lítt sýnilegan bakgrunn
frásagnarinnar . Þrátt fyrir alvöru málsins er
lýsingin blönduð skopi og meinlegu háði
Ormstunga
SVK
Það liðna er ekki draumur
Höf: Theodor Kallifatides
Þýð: Hallur Páll Jónsson
Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og
sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í
Aþenu . Hver veit hvað annars hefði gerst . Nokkrum
vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum
íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna .
297 bls .
Dimma
KIL
Það sem við komumst ekki yfir
Höf: Lucy Score
Þýð: Urður Snædal
Það sem við komumst ekki yfir er spennandi
rómantísk saga sem slegið hefur í gegn víða
um heim . Lucy Score er í hópi vinsælustu
höfunda heims um þessar mundir .
612 bls .
Bókafélagið
KIL
Þegar við hættum að skilja heiminn
Höf: Benjamín Labatut
Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum
20 . aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og
rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum
uppgötvana þeirra . Skammtafræðin og óvissulögmál
Heisenbergs umturnuðu heimsmyndinni og
opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum
að við erum hætt að skilja heiminn .
228 bls .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Þessir djöfulsins karlar
Höf: Andrev Walden
Þýð: Þórdís Gísladóttir
Uppvaxtarsaga sem fjallar um sterkar konur sem
reykja undir eldhúsviftunni og blóta karlmönnum,
um ást og sorg, ofbeldi og umhyggju, og afdrifarík
samskipti rottu og hamsturs . Þessi fyrsta skáldsaga
höfundar fékk Augustverðlaunin, virtustu
bókmenntaverðlaun Svíþjóðar árið 2023 . Bók
sem verður ógleymanleg öllum lesendum .
348 bls .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Æska
Höf: Tove Ditlevsen
Þýð: Þórdís Gísladóttir
Annar hlutinn í endurminningaþríleik . Tove segir
frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út
á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og
vinnur að því að fá ljóð sín gefin út . Með húmor og
einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna
og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin
kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna .
148 bls .
Benedikt bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa40
Skáldverk ÞÝDD
Góð bók
gerir jólin
svo notaleg
góð
gjöf
Bóksala stúdenta, boksala.is