Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 41
Myndasögur
IB
Rolling Stones
Hið undarlega mál mígrenis Jagga
Höf: Mauri Kunnas
Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir
Stærstu góðgerðatónleikar allra tíma í uppnámi . . .
Ofurbandið Hinir veltandi gallsteinar í
kröppum dansi í Ölpunum . . .
Óprúttnir bófar brugga launráð á
botni San Francisco-flóa . . .
60 bls .
Króníka
SVK
Kynsegin
Endurminningar
Höf: Maia Kobabe
Þýð: Elías Rúni og Mars Proppé
Kynsegin er sjálfsævisaga Maia Kobabe sem segir á
hreinskilinn hátt frá því að finna sjálft sig og að koma
út sem kynsegin og eikynhneigt fyrir fjölskyldu híns og
samfélagi . Með því að spyrja krefjandi spurninga um
kynvitund verður þessi persónulega saga áhrifamikill
vegvísir í átt að skilningi á okkur sjálfum og öðrum .
240 bls .
Salka
Náttúra, dýralíf
og landshættir
SVK
Náttúruvá
Ógnir, varnir og viðbrögð
Höf: Ari Trausti Guðmundsson
Margvísleg náttúruvá hefur fylgt landsmönnum frá
upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað,
meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga
og auknum ágangi á landið . Bókin geymir ítarlegan
fróðleik um hættur sem stafa af náttúrunni, fjallað
er um forvarnir, ásamt skipulagi og uppbyggingu
náttúruvarna . Hún varðar alla sem landið byggja .
190 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Hin stórkostlega bók um
Útdauð dýr
Höf: Elisia García Nieto
Myndh: Lidia Di Blasi
Þýð: Jón Már Halldórsson
Hér lifnar við fjöldi mikilfenglegra útdauðra
dýra, sem eitt sinn byggðu jörðina, í glæsilegum
teikningum . Stórglæsileg og áhugaverð
bók með mögnuðum teikningum .
94 bls .
Drápa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 41GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Náttúra, dýralíf og landshættir Myndasögur
Myndasögur
Náttúra, dýralíf og landshættir