Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 58
KIL
My My! – ABBA í áranna rás
Höf: Giles Smith
Þýð: Helgi Ingólfsson
Árið 1974 hófst nýr kafli í poppsögunni þegar
hljómsveitin ABBA skaust upp á stjörnuhimininn með
„Waterloo“, sigurlagi sínu í Júróvison-söngvakeppninni .
Hálfri öld síðar er þessi sænska undrahljómsveit
vinælli en nokkru sinni – og heldur áfram að
heilla fólk með sínum sígildu lögum, söngleikjum,
bíómyndum, minjasöfnum og sýndarveruleika .
326 bls .
Ugla
IB
Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í
heimi
Okei
Höf: Sigurður Ægisson
OK eða O .K ., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera
þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar .
Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin
um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið
sem heyrðist mælt á tunglinu . Það er ekki lítið afrek!
286 bls .
Bókaútgáfan Hólar
KIL
Ennþá fleiri
Pabbabrandarar 3
Höf: Þorkell Guðmundsson
Það er ekki nóg með að hér komi fleiri nýir og
ferskir pabbabrandarar, sem og myndabrandarar,
heldur bætist við nýr og skemmtilegur liður fyrir
alla pabba landsins til að glíma við . Í þessari bók er
nefnilega að finna 16 vísnagátur! Nú loksins þagna
pabbarnir rétt á meðan þeir glíma við gáturnar .
En svo halda pabbabrandararnir áfram . . .
124 bls .
Óðinsauga útgáfa
IB
Rauði krossinn á Íslandi - 100 ára saga
Höf: Guðjón Friðriksson
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í
þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók
sögu Rauða krossins í heila öld og bregður
upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu
sem lætur sér fátt óviðkomandi .
472 bls .
Drápa
SVK
Rekstrarhagfræði
Fyrir framhaldsskóla
Höf: Helgi Gunnarsson
Rekstrarhagfræði fjallar um rekstur fyrirtækja
og stofnana . Bókin er ætluð byrjendum og er
efni hennar sett fram á aðgengilegan hátt með
fjölda dæma og skýringarmynda . Þetta er fjórða
útgáfa bókarinnar, aukin og endurbætt .
202 bls .
Ugla
IB
Rokið í stofunni
Meintar ástandsstúlkur og nauðungarvistun þeirra á
Kleppjárnsreykjum 1942
Höf: Guðrún Jónína Magnúsdóttir
Hersetin Reykjavík árið 1942 . Þrettán ára stúlka
er handtekin og handjárnuð úti á götu . Færð með
lögreglubifreið í varðhald . Næst var stúlkan dæmd
til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði .
204 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
SVK
Rómaveldi
Þættir úr sögu fornaldar
Í Rómaveldi eru dregin saman meginatriðin í þúsund
ára sögu hins rómverska menningarheims allt frá því
um 500 f .Kr . til um 500 e .Kr . Þótt bókin sé upphaflega
samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla nýtist
hún ekki síður almennum lesendum sem vilja kynna
sér menningu og sögu Rómaveldis í liprum og
aðgengilegum texta .
204 bls .
Ugla
KIL
Rit Árnastofnunar nr. 113
Rúnir á Íslandi
(2. útgáfa)
Höf: Þórgunnur Snædal
Hér er um að ræða nýja og endurbætta
útgáfu bókarinnar og hefur meðal annars
ítarlegri nafnaskrá verið bætt við sem eykur
gagnsemi ritsins og auðveldar notkun .
338 bls .
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
IB
Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum
Höf: Sveinn Runólfsson
Jörðin Gunnarsholt á sér mikla sögu og þar hefur á
20 . öld verið forysta í landgræðslu og landbótum .
Sandstormar á Rangárvöllum heyra nú sögunni til .
Engir þekkir þá sögu betur en höfundurinn, Sveinn
Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem
átti heimili í Gunnarsholti í nær sjö áratugi .
472 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
IB
Sjávarföll - ættarsaga
Höf: Emil B. Karlsson
Sjávarföll er fjölskyldusaga fimm ættliða . Þar
kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem
felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma
lífsins . Sögusviðið er meðal annars Vestfirðir
og Breiðafjarðareyjar . Mikill fjöldi ljósmynda
og skýringarmynda lífgar frásögnina .
Bókaútgáfan Sæmundur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa58
Fræðirit, frásagnir og handbækur