Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 1

Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 1
12. tölublað 2024 ▯ Fimmtudagur 27. júní ▯ Blað nr. 659 ▯ 30 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, heldur hér á dúni sem tíndur er í æðarvarpinu á Bessastöðum. Nýlega áttu sér stað kynslóðaskipti þar sem systurnar Harpa Marín og Selma Ósk Jónsdætur tóku við sem umsjónarmenn varpsins. – Sjá nánar á bls. 32–33. Mynd / Ástvaldur Lárusson Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur mál gegn íslenska ríkinu vegna van- greiddra ullargreiðslna til sauðfjárbænda vegna ullarinnleggs á árunum 2016–2017. „Þar verður mál eins sauðfjárbónda keyrt sem prufumál, í samræmi við samkomulag Bænda samtakanna við ríkislögmann. Niðurstaða þess dómsmáls verður fordæmisgefandi fyrir uppgjörið gagnvart öðrum sauðfjárbændum sem einnig eiga eftir að fá uppgjör,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál stefnanda fyrir dómstólum. Málið hefur fordæmisgildi fyrir yfir 1.600 bændur Kröfufjárhæðir eru mjög mismunandi, allt frá nokkrum þúsundum upp í yfir eina milljón á bónda auk vaxta. „Samtals eru þetta yfir 200 milljónir auk vaxta sem hér um ræðir,“ segir Helgi. Uppgjörstímabilinu breytt án lagaheimilda Að sögn Helga snýst málið um bráða­ birgðaákvæði í reglugerð sem sett var þann 17. desember 2017, en þar var uppgjörstímabili vegna greiðslna til ullarbænda, sem áður hafði verið frá 1. nóvember til 31. október, breytt. Uppgjörstímabilið sem hófst þann 1. nóvember 2016 var því lengt til 31. desember 2017, úr 12 mánuðum í 14, án þess að fjármunum væri bætt í málaflokkinn af hálfu ríkisins. Af þessum sökum dreifðust fjármunirnir, sem eyrnamerktir voru til málaflokksins á þessu eina tímabili, á meira magn ullar en ella með tilheyrandi tjóni fyrir ullarframleiðendur. Segir Helgi að umboðsmaður Alþingis hafi komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að framangreint bráða­ birgðaákvæði reglu­ gerðarinnar væri ólögmætt. „Umboðsmaður taldi að ekki hafi verið fullnægjandi heimild í lögum fyrir því að lengja uppgjörs tímabilið með þeim hætti sem gert var. Umboðs maður taldi einnig í álitinu að breytingin hafi farið gegn rétt mætum vænt­ ingum ullar fram leiðenda sem lagt höfðu inn ull á tímabilinu 1. nóvember 2016 til 31. desember 2017, auk þess sem ákvæðið hafi falið í sér afturvirka reglusetningu.“ Málaferli og sættir Í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis höfðuðu sjö bændur mál á hendur ríkinu, á árinu 2022, til að rétta sinn hlut vegna hins ólögmæta reglugerðarákvæðis. Gerð var dómsátt í öllum málunum í árslok 2023 þar sem íslenska ríkið féllst á að greiða bændununum stefnukröfur þeirra að fullu, auk vaxta og kostnaðar. Samkomulag utan réttar tókst ekki „Ríkið vildi ekki fallast á að semja um greiðslur til annarra ullarframleiðenda utan réttar og því er nauðsynlegt að fara dómstólaleiðina nú. Af hálfu ríkisins mun málið örugglega snúast um að það sé fyrnt, myndi ég halda, en ríkið á ekki að skila greinargerð fyrr en 5. september næstkomandi þannig að ég er ekki enn búinn að sjá varnirnar,“ heldur Helgi áfram. „Það skýtur óneitanlega skökku við að ríkið skuli ekki vera tilbúið til að láta eitt yfir alla ganga í þessum málum,“ bætir Helgi við. /smh Sauðfjárbændur: Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu Við ákveðnar aðstæður á veturna getur gróður í túnum drepist í stórum stíl. Algengasta gerð kals er svokallað svellakal þar sem túngrösin kafna eftir ákveðinn tíma undir loftþéttum klaka. Á nokkrum svæðum á Norðurlandi koma tún illa undan vetri og hafa bændur þurft að ráðast í aðgerðir til að tryggja fóðurforða. Hret í byrjun júní tafði alla jarðvinnu sem hefði þurft að klára sem fyrst. – 20 – Kal í túnum Á Útnyrðingsstöðum á Fljótsdals­ héraði fer fram metnaðarfull hrossarækt og þaðan hafa komið ýmsir úrvalsgæðingar. Ferðafólki hefur jafnframt verið veittur þar beini um hartnær tveggja alda skeið. – 34 – Á Landsmót Helgi Jóhannesson. Metnaður í hrossaræktinni 36 Landsmót hestamanna 2024 Úr svartri auðn í stærsta bú landsins 3052 Opnar gróðurhúsin fyrir almenningi 6 Sauðamjólkin góða Dugur og elja ofar öllu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.