Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 4

Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 4
4 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það. Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram. Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best. Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða. /smh Matvælaráðherra: Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa. Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“ „Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“ Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu. /smh Heimasmíðuð heyskafa Bændur á starfssvæði Búnaðar- sambandsins í Suður-Þingeyjar- sýslu sameinuðust um áburðar kaup í vor með svipuðu fyrir komulagi og síðustu tvö ár þar á undan. Ari Heiðmann Jósavinsson, bóndi á Miðhvammi í Aðaldal, segist afar ánægður með árangurinn í áburðarkaupunum og vöruna sjálfa. Með þessu hafi náðst hagstæðari innkaup og telur hann stöðu bændanna gagnvart söluaðilunum sterkari. Að þessu sinni bauð Lífland hagstæðasta verðið og telur Ari fyrirtækið hafa lagt sig sérstaklega fram við að landa útboðinu. Bændurnir eru jafnframt sáttir við að Lífland hefur verið liðlegt í viðbrögðum við kvörtunum þegar hefur komið í ljós galli í áburði og telur Ari sameiningarmáttinn koma sér vel hvað það varðar, í staðinn fyrir að hver bóndi standi einn. Áburður 530 tonn Upphaflega voru í kringum tuttugu bændur sem óskuðu eftir tilboði í sameiningu og bættust svo við fleiri eftir að þeir voru búnir að samþykkja tilboð frá Líflandi. Samkvæmt upplýsingum frá Líflandi voru að lokum 26 bú sem tóku þátt og var heildarmagn áburðarins 530 tonn. Nú er þetta í þriðja skiptið sem bændur í Suður-Þingeyjasýslu fara þessa leið í áburðarkaupum og segir Ari ferlið vera orðið býsna slípað. Bændurnir hafi orðið varir við að áburðarsalarnir taki mark á tilboðsbeiðnum þeirra og leggi sig fram við að bjóða sem best. Kraftur í kornræktinni Þá er Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga búið að fullfjármagna og panta allan búnað fyrir kornþurrkstöð sem verður reist skammt frá Húsavík í sumar. Áætlað er að hún verði komin í gagnið í haust þegar kemur að því að þreskja korn í héraðinu, en hluti af því verður sérstaklega mikið magn sem fjórir bændur rækta í sameiningu. Ari telur að um sé að ræða stærstu einstöku kornræktina í sýslunni, en bændurnir sáðu í tæpa 50 hektara á tveimur ökrum í landi Laxamýrar. Kornið var allt komið í jörðu fyrir hretið í byrjun júní og er það farið að taka vel við sér. Að auki við búið í Miðhvammi stóðu bændurnir á Kvíabóli, Lækjamóti og Björgum að baki ræktuninni og verður afurðun skipt jafnt á milli þeirra. /ál Suður-Þingeyjarsýsla: Samvinna bænda Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar. Mynd / Áskell Þórisson Suðurþingeyskir bændur keyptu Líflandsáburð í félagi. Mynd / ál Eldpiparræktunin í Heiðmörk í Laugarási hefur verið stóraukin í sumar. Eldpiparaldin, sem er í mismunandi styrkleikum, stærð, lögun og litbrigðum, hefur fallið vel í kramið hjá Íslendingum, frá því að Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir keyptu garðyrkjustöðina árið 2021 og hófu þessa ræktun. Nú í sumar hefur framleiðslan verið tvöfölduð, frá því að framleiða um 100 kíló á mánuði yfir í að nálgast 200, og segir Óli að þau selji jöfnum höndum til almennings og til veitingafólks. Að á Íslandi hafi myndast harður kjarni ástríðufólks sem brenni fyrir áti á eldpipar. Fært sig líka yfir á heildsölumarkaðinn Áður en Óli og Inga tóku við stöðinni var hún meðal annars kunn af Heiðmerkursalatinu og -steinseljunni. „Við fórum strax að huga að breytingum í rekstrinum og fórum fyrst yfir í ýmsar papriku- tegundir; eins og snakkpapriku, sætpapriku og svo eldpiparinn. Til að byrja með seldum við bara inn á smásölumarkaðinn en smám saman höfum við verið að færa okkur líka inn á heildsölumarkaðinn með eldpipar,“ segir hann en þau hafa undanfarin tvö ár verið í heilsársframleiðslu á eldpiparnum. Allur skalinn af styrkleika „Við erum eiginlega með allan skalann af styrkleika á eldpipar; frá Carolina Reaper, sem er talinn vera sá næststerkasti sem ræktaður er í heiminum, og alveg niður í mjög mildar tegundir – sem eru aðeins sterkari en paprika. Það er svo sem ekkert mjög mikil sala í þessum allra sterkustu en þó eru ákveðnir tryggir viðskiptavinir sem sækja í þetta. Hann segir að það hafi verið dálítið sérkennilegt í byrjun að þau hafi selt í raun jafnmikið af þessum sterkasta og svo salapeño, sem var þá mildastur. Tegundirnar sem voru í millistyrkleika hafi farið hægar af stað, eins og cayenne sem til er í nokkrum litbrigðum, en eru núna eiginlega að ná mestum vinsældum. Enda er cayenne tegund sem flestir þekkja sem klassískan eldpipar. Beint frá býli Þau Óli og Inga eru með litla sjálfsafgreiðsluverslun við stöðina sína þar sem viðskiptavinir geta alltaf gengið að ferskasta grænmetinu og kryddinu hverju sinni. Óli segir að margir fastakúnnar venji reglulega komur sínar í verslunina. Auk eldpipars eru þau meðal annars með sætpaprikur, snakkpaprikur, salat, tómata og kryddtegundir. /smh Heiðmörk: Stóraukin eldpiparræktun Hluti af vöruúrvalinu frá Heiðmörk í Laugarási. Myndir / smh ÍSLENSKA ÁBURÐARFJÖLSKYLDAN FÆST Í VERSLUNUM UM LAND ALLT! Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax. Mynd / smh Óli Finnsson og eldpipartegundin cayenne. Carolina Reaper er talinn vera sá næststerkasti sem ræktaður er í heiminum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.