Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 6

Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Upplýsingar um dreifingarstaði er að finna á vef Bændablaðsins: www.bbl.is Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar kr. 17.500 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 13.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Útgefandi: Bændasamtök Íslands. Starfandi ritstjóri: Sigurður Már Harðarson (ábm.) smh@bondi.is – Sími: 563 0300 Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Nýr garðyrkjustjóri tók nýlega við stjórnartaumunum í Sunnu á Sólheimum og meðal nýjunga sem bryddað verður upp á núna í sumar er að gefa almenningi kost á að koma hvern miðvikudag í gróðurhúsin til þeirra og tína sér tómata og annað grænmeti beint af plöntunum. Nýi garðyrkjustjórinn heitir Pablo Amador og er fæddur í Kólumbíu en hefur komið víða við á leið sinni til Íslands. Lífefnaverkfræði, plöntuvísindi og vistrækt Hann hefur starfað hjá Sunnu undanfarin þrjú ár, fyrst sem sjálf- boðaliði en síðan í föstu launuðu starfi, en hann nam lífefnaverkfræði og tók meistarapróf í plöntu- vísindum frá háskóla í Þýskalandi. Hann stúderaði einnig vistrækt (permaculture) í Sviss, áður en hann kom til Íslands, þar sem hann vann verkefni um hönnun á „eco-villages“, en hugmyndafræði Sólheima er einmitt í þeim anda. Í verkefninu segir Pablo að hugað hafi verið sérstaklega að tilteknum félagslegum þáttum, þar sem öllum íbúum er gert kleift að þroskast á forsendum hvers og eins með þátttöku í samfélaginu – auk markmiða um sjálfbærni slíkra samfélaga á mörgum sviðum. Betri tengsl við viðskiptavinina Hann segist hafa tekið við í mars og strax haft hugmyndir um mögulegar breytingar á einu og öðru í rekstri Sunnu. Nokkur verkefni séu í gangi á þessu sumri, sérstaklega nefnir hann þá nýbreytni að opna gróðurhúsin fyrir viðskiptavinum á hverjum miðvikudegi í sumar. Gróðurhúsin á stöðinni eru nokkur og Pablo segir að mikið pláss sé fyrir nokkuð umfangsmikla ræktun, eða heilir 2.500 fermetrar. Mikil uppskera hefur verið og ekki hægt að selja allt í þeim verslunum sem Sunna er í viðskiptum við, sem eru meðal annars Nettó, Melabúðin og Fjarðarkaup. Því hafi verið brugðið á þetta ráð, auk þess sem viðskiptavinum gefst nú kostur á að kaupa sérstaka grænmetiskassa með sérvöldu grænmeti úr uppskeru dagsins. Grænmetiskassarnir eru í boði á fimmtu- og föstudögum og eiga þorpsbúarnir heiðurinn af skreytingu þeirra. Pablo segir að þessar nýjungar séu líka hugsaðar til að styrkja tengslin við viðskiptavinina. Tómatar í öllum stærðum og gerðum Þá hefur Pablo fjölgað grænmetis- tegundum í ræktun, og er alveg sérstaklega fjölskrúðugt úrval tómatategunda af öllum stærðum og gerðum – og að auki í fjölmörgum litbrigðum. Hann telur að um 15 tegundir séu nú í ræktun hjá Sunnu. Hann segir að það hafi verið tekið mikilvægt skref í tómataræktuninni þetta sumarið þegar hann ákvað að gera stífari kröfur um val á fræjum og notast bara við gömul og hefðbundin, þannig að hægt sé að rækta þau áfram af fræjunum sem tómatarnir gefa af sér sjálfir í stað þess að þurfa að kaupa ævinlega ný fræ. Þau sem ákveðið hefur verið að kaupa eru lífrænt vottuð frá Frakklandi, Spáni og Þýskalandi, sumar tegundir „bíódínamískar“ þar sem jafnvel er gengið lengra í kröfum en með hefðbundinni lífrænni vottun. Sunna er með lífræna vottun fyrir vörur sínar og segir Pablo að því hafi þau ákveðið að framleiða að mestu sjálf þann áburð sem þarf til ræktunarinnar. Til þess er meðal annars notaður pressaður safinn úr brenninetlum sem vaxa víða á Sólheimalandinu, en Pablo segir hann mjög öflugan. /smh Sunna á Sólheimum: Opnar gróðurhúsin fyrir almenningi Af íslenskum matjurtum Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslenskar matjurtir. Þó að megnið af uppskerunni úr hefðbundinni útiræktun grænmetis bíði okkar síðsumars eru allnokkrar garðyrkjustöðvar, einkum í ylrækt en einnig í inniræktun í köldum gróðurhúsum, farnar að skarta sínu fegursta í úrvali afurða. Einnig má á stöku stað hjá smáframleiðendum finna fágætar salat- og káltegundir tilbúnar til uppskeru úr útiræktun þetta snemma sumars. Hér í blaðinu á blaðsíðu 10 er frásögn í máli og myndum af ræktun garðyrkjubænda í Reykjalundi í Grímsnesi sem óhætt er að kalla frumkvöðla í sinni grein. Þau Áslaug Einarsdóttir og Nicholas Ian Robinson hafa þar frá 2014 nær eingöngu stundað milliliðalausa sölu á sínum afurðum til neytenda. Þau notast við áskriftarkerfi þar sem dyggir viðskiptavinir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn fjölda 2,7 kílóa grænmetispoka sem afhentir eru yfir sumartímann. Fyrsta afhendingin er einmitt núna á laugardaginn þar sem von er á ýmsu álitlegu úr bæði inni- og útiræktun. Bændurnir í Reykjalundi segja að þau hafi enn ekki notið stuðnings frá stjórnvöldum, einfaldlega vegna þess að þau falla ekki inn í ramma úthlutunarreglna – hvorki í inni- né útirækt. Stærð ræktarlands þeirra hefur verið nokkuð undir þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá stuðning. Frá því að þau hófu búskap hafa verið kröfur um að skorið sé upp af einum hektara að lágmarki til að hægt sé að fá jarðræktarstyrk, en með síðustu endurskoðun búvörusamninga var það land minnkað niður í fjórðung hektara. Þau sjá því smá smugu á því nú að geta fengið svolítinn stuðning í nánustu framtíð með stækkun ræktarlands. Í Reykjalundi yfir sumartímann eru um 40 tegundir í ræktun, sem hlýtur að vera nálægt Íslandsmeti, en þetta er mögulegt meðal annars vegna þess hversu vel ræktarlandið og gróðurhúsin eru nýtt. En það er einmitt vegna hinnar fjölbreyttu ræktunar á litlu landsvæði sem þau passa svo illa inn í styrkjafyrirkomulagið. Þau segja að árangur þeirra megi einnig þakka því að þau leggja rækt við jarðveginn í bókstaflegum skilningi, með aðferðum lífrænnar ræktunar, og hafa nú nýlega sótt um vottun á land sitt og afurðir. Einhæf ræktun á fjölda hektara gæfi þó mun meira til búrekstrarins í formi ríkisstyrkja. Fyrir utan þessar breytingar á garðyrkjusamningi búvörusamninganna sem áður eru nefndar, fengu garðyrkjubændur í raun enga uppfærslu á sínum samningi þrátt fyrir ítrekuð gefin loforð ríkisstjórnarinnar um hvata til aukinnar framleiðslu. Uppskerutölur úr íslenskri garðyrkju gefa til kynna að stöðnun ríki í greininni, svipuð uppskera er að magni og í ræktuðum tegundum frá ári til árs. Hlutfall innlendrar framleiðslu hér í verslunum hefur rýrnað umtalsvert sé litið til síðustu 15 ára og er vel undir 50 prósentum. Útgefnar uppskerutölur ná hins vegar ekki utan um smáframleiðendurna og þá grósku sem þar er, því það talnaefni er tekið saman á forsendum útgreiddra jarðræktarstyrkja. Bændurnir í Reykjalundi segja að fjárfestingakostnaður fyrir nýja garðyrkjubændur geti verið mjög þungbær, en enginn beinn opinber fjárfestingastuðningur er þar í boði líkt og stjórnvöld hafa innleitt í kornræktinni. Yrkjaprófanir og kynbætur fyrir íslenskar aðstæður í garðyrkjunni þekkjast tæpast. Slík rannsóknarvinna var endurvakin í kornræktinni á síðasta ári í samhengi við aðgerðaráætlun stjórnvalda um aukna innlenda kornframleiðslu, sem svo var fylgt eftir með fjárfestingastuðningi á þessu ári. Sigurður Már Harðarson Í Reykjalundi yfir sumar tímann eru um 40 tegundir í ræktun, sem hlýtur að vera nálægt Íslandsmeti ... Pantaðu á bustolpi.is HEYVERKUNAR- EFNI FRÁ ECOSYL Fyrir lystugra fóður Kaja Häsler og Pablo Amador bjóða almenningi alla miðvikudaga í sumar að koma í gróðurhúsin og tína grænmeti af plöntunum. Hjá Sunnu hefur einnig verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða grænmetiskassa til sölu á fimmtu- og föstudögum, þar sem boðið er upp á ferskasta grænmetið og kryddjurtirnar hverju sinni. Það eru þorpsbúarnir sjálfir sem eiga heiðurinn af skreytingum þeirra. Myndir / smh Pablo Amador hér hjá stæðilegri rósakálsplöntu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1025-5621
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
30
Assigiiaat ilaat:
659
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
1
Saqqummersinneqarpoq:
1995-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
24.10.2024
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar: 12. tölublað (27.06.2024)
https://timarit.is/issue/438867

Link til denne side: 6
https://timarit.is/page/8138856

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

12. tölublað (27.06.2024)

Iliuutsit: