Bændablaðið - 27.06.2024, Page 7

Bændablaðið - 27.06.2024, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Ekki veit ég gjörla hvað margir rímnahættir eru til, en sumt er minna notað en annað. Hér mun vera dæmi um aldýrt gagaraljóð, eftir Jón Hjaltalín Oddsson: Tjóðruð óðum gjörir gáð gróðurs ljóða hljóð ófróð, móðu glóða bör í bráð bjóða rjóður góðri þjóð. (Þetta skilja allir, trúi ég.) Stafhenduættina einkennir svonefnt runurím, þetta orti Kristján N. Júlíus (K.N.): Ég sá og þekkti systur tvær, synd og glötun hétu þær. Í húsi þeirra ég vinsæll var og við mig léku systurnar. Dæmi um braghent-hurðardrátt eftir Sveinbjörn Beinteinsson: Gullið oft á gapaleiðir ginnir skata; þaðan liggja þröngir stigir; þessa vegi fáir rata. Stúfhent og stiklað mun þetta vera úr háttatali Sveinbjarnar Beinteins: Hvar sem djarfur leggur leið um líf og starf, góðan arf hann geyma þarf. Aðalbjörg Jónsdóttir mun hafa ort þessa dverghendu til fermingarbarns: Fáfnislanda foldin rjóða, fótmál hvert milli handa Guðs hins góða geymd þú sért. Prófessor Jón Helgason mun hafa ort þessa breiðhendu: Ofar stend ég efstu grösum, allt hið græna land er horfið, hreggsins þjöl í hörðum snösum hefur gneypar myndir sorfið. Dagbjartur Dagbjartsson orti þessa afbragðs ferskeytlu: Stakan er, ef marka má, margar vísur snjallar, afbragðsgræja til að tjá tilfinningar allar. Ekki orti Hallgrímur Pé. eingöngu sálma. En þetta orti hann um Arngrím lærða á Þingvöllum, til háðs: Eins og forinn feitur, fénu mögru hjá, stendur strembileitur stórri þúfu á; þegir og þykist frjáls, (þetta kennir prjáls) Reigir hann sig og réttir upp, rófuna til hálfs, sprettir úr sporunum státi og sparðar gravitáte. Sumarkveðja Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast, með texta Jóhannesar úr Kötlum í huga og njóta alls þess góða sem fylgir því að vera til. /sp Sunnan yfir sæinn Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær - og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma - láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Umsjón: Magnús Halldórsson mhalldorsson0610@gmail.com Hríma litla fæddist að Hátúni í Skagafirði 3. júní, mánuði fyrir áætlaðan burðardag og var því ósköp lítil og falleg. Helga Sjöfn Helgadóttir í Hátúni segir Hrímu vera ákveðna þótt smá sé, duglega að drekka og mannelska. Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir. Vísnahornið Hænan Hólmfríður úr Búðardalnum gætir afkvæma sinna vel enda ungviðið öllum dýrmætt. Mynd / Rebecca Ostenfeld Hundurinn Vaskur frá Krákuvör í Flatey fagnar 14 ára afmæli nú í ár. Hér nýtur hann lífsins til hins ýtrasta. Mynd / Þórdís Una Í Vísnahorni 13. tölublaðs varð pistlahöfundi á að rangfeðra þessa vísu og segja hana eftir Stein, enda birtist hún í ljóðabók hans. En það mun ekki öruggt vera. Fellur ofan fjúk og snær, flest vill dofa ljá mér. Myrk er stofa, mannlaus bær, má ég sofa hjá þér? Vísa þessi mun vera ort 1938, eftir Guðmund Sigurðsson frá Borgarnesi. Leiðrétting Forystulömb frá Hvammshlíð. Steinunn og Jónatan Auðarbörn undan Steinríki frá Bjarnastöðum, nefnd í höfuðið á systkinum frá Galtalæk í Biskupstungum (Jónatan Hermannsson þekkja auðvitað allir!). Forystulömb frá Hvammshlíð. Ásta og Seli Dórubörn undan Nikulás frá Brakanda, nefnd í höfuðið á Ástu Einarsdóttur fósturtalningarmanni og Axel Kárasyni dýralækni. Lambamyndir / Karólína í Hvammshlíð Kanínan Tumi frá Akureyri japlar hér á stráum í góðu yfirlæti á Dýraathvarfinu á Hólum. Mynd / Rebecca Ostenfeld Víða eru fallegir hestar í nágrenni við Akranes eins og hér má sjá. Mynd / Aðsend

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.