Bændablaðið - 27.06.2024, Side 21

Bændablaðið - 27.06.2024, Side 21
21FréttaskýringBændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Kjósahreppur Skipulagsauglýsing Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi: Breyting á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á Eyri Viðfangsefni þessarar breytingar er fjórþætt og tengist uppbyggingu í landi Eyrar. Í fyrsta lagi, breyting á stefnu um íbúðar- og landbúnaðarsvæði til þess að endurspegla betur stefnu sveitarfélagsins um íbúðabyggð í dreifbýli. Í öðru lagi, fjölgun á lóðum í ÍB8 neðan við þjóðveg og stækkun á íbúðabyggð (ÍB8) í átt að Eyrarfjalli til að bregðast við eftirspurn eftir lóðum í dreifbýli. Heildarstærð svæðis verður þá 53,5 ha. Í þriðja lagi, verslunar- og þjónustusvæði við bæinn Eyri fyrir ferðaþjónustu. Í fjórða lagi, staðsetning nýrra brunn- og vatnsverndarsvæða til að þjóna væntanlegri byggð og verslunar- og þjónustusvæði. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagi: Deiliskipulag Eyrarbyggðar í landi Eyrar Um er að ræða heildarskipulag af núverandi íbúðarsvæði ÍB8 í gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps og stækkun þess norður fyrir Hvalfjarðarveg nr. 47. Alls er gert ráð fyrir 48 lóðum á u.þ.b. 61 ha. Deiliskipulag Eyri, ferðaþjónusta Í skipulagstillögunni eru 11 nýir reitir innan lóðar skipulagðir fyrir þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu auk þess sem byggingarreitur við núverandi íbúðarhús og útihús eru staðsettir og stækkaðir. Með því er hægt að byggja við, endurbæta og viðhalda núverandi byggingum og breyta notkun þeirra úr landbúnaðarbyggingum í þjónustubyggingar. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og gefa eldri byggingum nýtt hlutverk. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 17. júní 2024 til 29. júlí 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerum 263/2023, 384/2024 og 258/2023.w Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 29. júlí 2024. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, 276 Mosfellsbæ eða í skipulagsgátt undir viðkomandi málsnúmeri. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. Virðingarfyllst, Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps Fyrsta okks ítalskar útiísar Gæddu garðinn, útisvæðið, svalirnar eða innkeyrsluna nýju lí 2-3cm þykkar útiísar frá Casalgrande Padana og DelConca sem hægt er að líma niður, leggja í sand eða setja á hæðarstillandi stóla. Verið velkomin í Flísabúðina og fáið ráðgjōf sérfræðinga okkar. Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892-6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is Jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni Hlíðarsmára 17, 201 Kópavogi. Töluverður húsakostur fylgir jörðinni, m.a. steypt, 143,2 fm. íbúðarhús á einni hæð frá 1976, steypt fjárhús og hlaða frá 1974, stærð 566,8 m2. Landareignin er talin vera alls um 800 hektarar. Veiðihlunnindi frá Núpá sem rennur í Miðfjarðará. Jörðin selst án bústofns véla og án framleiðsluréttar. Til sölu jörðin Haugur í Miðfirði, 531 Hvammstanga. Sérstakar aðstæður þurfi til svo að kal verði útbreitt. Í byrjun nýliðins vetrar hafi verið mikið frost og snjólétt á Norðurlandi og komið klaki í jörðu. Um miðjan desember hafi komið hlýindi með rigningu í nokkra daga og vatn safnast fyrir á flötum og frosnum túnunum. Þar botnfraus það og lokaði fyrir allan aðgang lofts. Þegar vatn renni yfir tún í hægum blota geti einnig myndast svell í halla. Þá hafi skipst á með frosti og þíðu um veturinn og stöðugt bæst á klakann. Hann tekur sem dæmi að rétt við hlaðið á Möðruvöllum hafi verið komið tæplega hálfs metra þykkt svell. Ísáningarvélar gagnlegar Guðmundur veit til þess að á Norð- austurlandi séu til þrjár ísáningarvélar. Þær eru ólíkar venjulegum sáðvélum á þann hátt að þær fella fræið rétt undir svörðinn án þess að þörf sé á jarðvinnslu og geta þær því verið gagnlegar þegar kemur að því að laga kalin tún, sérstaklega ef þau eru yngri en þriggja ára. Ef grasið þarf ekki að berjast við mikla samkeppni, eins og þegar bæði túngrös, varparsveifgras og illgresi hafa drepist í alvarlegu kali, geti útkoman verið sambærileg og þegar tún eru endurræktuð. Guðmundur hefur alltaf ráðlagt bændum á Norðurlandi, þar sem kal- hætta er mikil, að sá með harðgerðustu grasfræyrkjunum. Þau séu ef til vill uppskeruminni, en hann telur hag- stæðara að vera með þolnari tún í staðinn fyrir að þurfa að endurrækta oftar. Snorri og Engmo hafi verið harðgerðustu yrki vallarfoxgrassins, en það síðarnefnda var ófáanlegt í vor. Framleiðsla undir eftirspurn Jóhannes Baldvin Jónsson, deildar- stjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi, segir sölu á fræi vera meiri í ár en vant er, sérstaklega á grasfræi til túnræktar og grænfóðri. Salan á Norðurlandi beri klárlega í sér að bændur séu að bregðast við kali. Varðandi þá gagnrýni að fræsalar skuli ekki bjóða upp á harðgerðustu vallarfoxgrasyrkin, segir Jóhannes aðgengið að umræddum stofnum ekki nógu gott. Framleiðsla á Snorra hafi verið undir eftirspurn vegna lakrar uppskeru hjá fræframleiðendum ytra. Jafnframt hafi verið meiri ásókn í tegundir og yrki sem gefi meiri endurvöxt, sem sé gjarnan að einhverju leyti á kostnað vetrarþols. Engin tún sluppu Gunnar Guðmundsson, bóndi á Göngustöðum í Svarfaðardal, segir stærstan hluta ræktarlandsins á búinu hafa orðið fyrir kalskemmdum núna í vetur. Þetta sé svellakal og sluppu engin tún, hvort sem þau væru á jafnsléttu eða í halla. Hvorki Gunnar né foreldrar hans, sem hafa verið í búskap á Göngustöðum frá 1979, hafa lent í viðlíka áður. „Það hefur alveg kalið hérna, en það kemst ekkert nálægt þessu,“ segir hann. Mesta tjónið sem hann hafi orðið fyrir fram að þessu hafi verið á bilinu 30 til 40 prósent. Kalið kom ekki á óvart Í byrjun maí fóru fyrstu kal- skemmdirnar að koma í ljós, sem kom Gunnari ekki á óvart þar sem klaki hafði legið yfir dalnum frá því um áramótin. Göngustaðir eru ekki eina jörðin sem varð fyrir tjóni, en Gunnar segir kalskemmdir útbreiddar um Svarfaðardalinn. Ekki hafi hjálpað til að vorið hafi verið óhagstætt þar sem talsvert snjóaði í kringum páska og aftur í byrjun júní. Gunnar segist vera svo heppinn að eiga töluvert af fyrningum, en heyskapur var sérlega góður í fyrra. Til þess að eiga nóg fóður yfir veturinn reiknar hann með að þurfa að kaupa sex hundruð heyrúllur, að því gefnu að grænfóðuruppskeran bregðist ekki. Þriðjungur gróffóðursins verði því aðkeyptur næsta vetur, en að jafnaði þurfi átján hundruð rúllur. Endurræktar 60 hektara Ræktarlandið á Göngustöðum er um 95 hektarar og stendur til að plægja og sá í 60 af þeim í sumar. Stærsti hluti túnanna fái venjuleg túngrös, en þeim sé öllum skjólsáð með ertum og höfrum til þess að fá sem mesta uppskeru í ár, en jafnframt sé einæru rýgresi sáð í fjölda túna. Gunnar hefur látið ísá í tíu hektara, en ræktarlandið sem eftir stendur muni fá túnáburð og verða nýtt til beitar. Vegna hretsins í byrjun júní var ekki hægt að byrja jarðvinnslu fyrr en í kringum þjóðhátíðardaginn. „Það kom fimmtíu til sextíu sentímetra jafnfallinn snjór yfir allt sem tafði okkur mikið,“ segir Gunnar. Túnin séu fyrst núna orðin nógu þurr til að þola að ekið sé á þeim og vonast hann til að vera búinn að koma megninu af fræinu í jörð rétt fyrir mánaðamót. Það hefur alveg kalið hérna, en það kemst ekkert nálægt þessu...

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar: 12. tölublað (27.06.2024)
https://timarit.is/issue/438867

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

12. tölublað (27.06.2024)

Handlinger: