Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 28

Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 28
28 Viðtal Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Ferðaþjónusta: Opnaði bar í gamla mjólkurhúsinu – Tekur á móti hópum í hestaferðir og fræðir ferðamenn um landbúnað Á Stóru-Ásgeirsá í Vestur-Húna- vatnssýslu er Magnús Ásgeir Elíasson með hrossarækt og ferða- þjónustu. Hann býr þar ásamt kærustu sinni, Selinu Mariu Stacher, og tveimur dætrum sínum. Magnús er uppalinn á bænum en Selina kemur frá Sviss. Foreldrar Magnúsar ráku kúabú til ársins 2005 og segir hann að þegar hann tók við jörðinni árið 2008 hafi ekki verið mikill búskapur á bænum. Síðan þá hefur hann reynt ýmislegt fyrir sér, þá sérstaklega á sviði ferðaþjónustu og hestaleigu. Hann rak til þriggja ára dýragarð á Stóru-Ásgeirsá, en Magnús segir þann rekstur ekki hafa verið nógu arðbæran. Þar gátu gestir séð flest dýr sem eru tamin á Íslandi. Hestaleiga og bar Hestaleigan sem sett var á laggirnar árið 2012 er enn í fullum gangi og byggist á styttri ferðum. Magnús hefur byggt upp gistingu á jörðinni frá árinu 2016, en fyrst breytti hann hluta íbúðarhússins og hefur nýlega reist fjórar stúdíóíbúðir sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn. Árið 2018 opnaði Magnús bar sem hann nefnir Mjólkurhúsið, en það er einmitt í þeim hluta gamla fjóssins þar sem áður var mjólkurhús og mjaltabás. Barinn er oftast opinn þegar fólk er í gistingu ásamt því sem sveitungarnir líta við og „fá sér einn kaldan á góðum sumardegi“, segir Magnús. Hann tekur jafnframt á móti 150 hópum á ári hverju þar sem hann leiðir fólk í gegnum gamla fjósið, sem hefur verið breytt í hesthús, og gefur gestunum færi á að snerta dýrin. Þaðan fer fólkið í reiðhöllina þar sem sett er upp lítil hestasýning. Að lokum er farið í Mjólkurhúsið þar sem Magnús býður upp á stutta tónleika. Á meðan á öllu þessu stendur segir hann skemmtilegar sögur úr sínu lífi og fræðir fólk um íslenskan landbúnað og íslenska hestinn. Hefur gefið út plötur Tónlist skipar stóran sess í lífi Magnúsar, en hann hefur gefið út tvær plötur. Sú fyrri heitir Leggja af stað og var gefin út á geisladisk, á meðan sú síðari heitir Senn kemur vor og er aðgengileg á Spotify. Tónlistinni lýsir hann sem ljúfri kántrítónlist. Á bænum eru í kringum sextíu hross og koma að jafnaði fjögur til fimm folöld á ári. Magnús segir ánægjulegt að temja hross úr sinni eigin ræktun og finna hverju og einu verðugt hlutverk, en hann þurfi stöðugt að þjálfa nýja hesta. Þetta sé samt sem áður fjölskyldusport sem allir geti tekið þátt í, en dætur Magnúsar, Sigríður Emma, 11 ára og Helga Mist, sjö ára, eru mjög virkar í hestamennsku. Að auki við þátttöku í hefðbundnum keppnum og reiðmennsku æfa þær hestafimleika á Hvammstanga. Kynntist íslenska hestinum í Sviss Selina fékk fyrst áhuga á landinu eftir að hafa kynnst íslenska hestinum úti í Sviss. Eftir að hafa komið árum saman sem ferðamaður til landsins sagði hún upp starfi sínu í heimalandinu og fékk vinnu á hrossabúi hérlendis fyrir ári síðan. Hún býr núna á Stóru-Ásgeirsá og starfar við hlið Magnúsar í hestaleigunni. Lykillinn að góðum hestum í hestaleigu er samkvæmt Magnúsi að þeir séu vel sjóaðir og traustir þar sem ólíkt fólk komi á bak. Breiddin þurfi að vera allt frá mjög þægum og rólegum hestum upp í nokkra viljuga ef vanir hestamenn slysast í ferðir. Hann segir hestaleigu vera þokkalegan bransa, þó það sé nauðsynlegt að hafa eitthvað með. Umferð ferðamanna sé mun minni á hans svæði en sunnan heiða, ásamt því sem starfsemin sé háð veðri. /ál Hestarnir eru stór hluti af daglegu lífi á Stóru-Ásgeirsá, þar sem rekin er hestaleiga og gistiþjónusta. Hér stendur Magnús Ásgeir Elíasson ásamt kærustu sinni, Selinu Mariu Stacher, og dætrum sínum tveimur, Helgu Mist, sjö ára, og Sigríði Emmu, ellefu ára. Myndir/ál Stóra-Ásgeirsá er utarlega í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar sem áður var mjólkurhús fæst nú afgreitt öl. Önnur af tveimur plötum sem Magnús hefur gefið út. Þær systur, Helga Mist og Sigríður Emma, hafa gaman af að spreyta sig á hestafimleikum. Sextíu hestar eru á bænum. Þegar kemur að hestaleigu þarf talsverða breidd því knaparnir geta verið misjafnir. Þeir sem gista á Stóru-Ásgeirsá geta baðað sig í þessari laug rétt við ána sem bærinn dregur nafn sitt af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.