Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 33

Bændablaðið - 27.06.2024, Qupperneq 33
33ViðtalBændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Eskiholtsskógur - Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. júní 2024 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010- 2022 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting – Eskiholtsskógur Breytingin felst í því að aflétta landnotkun frístundabyggðar (F37) á 8,2 ha svæði svo eftir standi landbúnaðarland. Frístundabyggðin (F37) er í dag 153,3 ha, en verður 145,1 ha eftir breytinguna. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Hægt er að óska frekari upplýsinga um breytinguna hjá skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar. AUGLÝSING UM NIÐURSTÖÐU SVEITARSTJÓRNAR Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar 5hlutir sem Harpa & Selma geta ekki verið án 1. Pokarnir: Dúnninn er flokkaður eftir gæðum við tínslu. 2. Góðir gönguskór: Oft ganga systurnar tíu kílómetra á dag. 3. Lopapeysa: „Maður endist ekki lengi án hennar.“ 4. Eyrnaband: Á Bessastaðanesi getur verið vindasamt. 5. Collab: „Við bíðum eftir spons frá Collab.“ Mikilvægt er að hafa augun hjá sér þar sem æðarkollurnar falla vel inn í umhverfið. Harpa hefur verið með skrefamæli og nefnir að fyrir skemmstu hafi hún gengið sextán þúsund skref, eða tíu kílómetra, á einum degi. Hæsta talan sem hún hefur séð eru fimmtán kílómetrar, sem hafi verið á sérstökum blíðviðrisdegi. Fjarlægt amstrinu Yfirleitt eru þær tvær, en stundum koma ættingjar og vinir sem hafa áhuga á að taka þátt. Það sé aldrei kvöð að þurfa að vakna á laugardagsmorgni og mæta í varpið. Það sé svo ánægjulegt að vera úti í náttúrunni og geta lagst í grasið til að taka nestispásur. Til þess að þrífast í þessu starfi sé nauðsynlegt að elska útiveru. „Ég tala alltaf um að það séu forréttindi að fá að eyða svona miklum tíma úti,“ segir Selma. Þær segjast vera miklar sveitastelpur og líða best úti á landi. Þær nái mikilli tengingu við náttúruna þegar þær eru í varpinu, sem sé dýrmætt. Nánast allt höfuðborgarsvæðið sjáist frá Bessastaðanesi, en þegar lagst sé í grasið og horft upp í loft sé hægt að ímynda sér að maður sé hvar sem er. „Þetta er svo fjarlægt amstrinu,“ segir Harpa. Systurnar eru báðar í fullu starfi en Selma tók sér sumarfrí í vor á meðan Harpa nýtur nokkurs sveigjanleika á sínum vinnustað. „Maður skipuleggur starfið sitt í kringum þetta og maður lætur þetta ganga,“ segir sú síðarnefnda. Hún bætir við að þó svo að þessu fylgi aukið álag sé mikil hugarró fólgin í því að tína dún, jafnvel eftir heilan vinnudag. Gott að vita af Guðna Vegna nálægðarinnar við forsetann sé ramminn í kringum æðarvarpið strangari en ella. Systurnar reyni jafnframt að aðskilja starfsemina sína frá Bessastöðum, enda sé það heimili Guðna og fjölskyldu. Forsetinn taki ekki beinan þátt í dúntínslunni, en þær rekist einstaka sinnum á hann. „Maður sér hann ekki oft, en það er gott að vita af honum þarna,“ segir Harpa. Í viðtali við Bændablaðið í vetur sagði Guðni Th. Jóhannesson að fyrsta bréfið sem hann fékk á Bessastaði eftir að hann tók við embætti sumarið 2016 hafi verið boð á aðalfund Félags æðarbænda. „Þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki aðeins tekið við embætti forseta, heldur var einnig orðinn bóndi,“ sagði hann af því tilefni. Aðspurðar hvort systurnar hafi hugsað sér að taka þátt í starfi félagsins svara þær að það sé aldrei að vita nema þær mæti á fund ef þeim er boðið. Húsráðandinn á Bessastöðum sinnir almennt ekki dúntínslu en brá sér í varpið með Hörpu Marín og Selmu Ósk þegar blaðamann bar að garði. Flest svæðin á Bessastöðum eru leituð tvisvar. Hér sést hreiður eins og þau eru oft við fyrstu leit. ALLT FRÁ FYRSTU HUGMYND AÐ FULLBÚNU HÚSI ▶ Hönnun og ráðgjöf ▶ Framleiðsla ▶ Uppsetning ▶ Verkefna- / byggingastjórn Súlur stálgrindarhús fyrir atvinnu-, iðnaðar- og íbúðarverkefni kristjan@sulurehf.is www.sulurehf.is 669 0803
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.