Bændablaðið - 27.06.2024, Page 41

Bændablaðið - 27.06.2024, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Fréttir Niðurföll SJÁ NÁNAR Á LOFT.IS fyrir bílaplanið, fyrir utan bílskúrinn eða í skemmuna Þolir allt að 1,5 tonn CLASS A15 Fótgangandi og hjólreiðaumferð CLASS B125 Einkabílastæði eða minni bílaumferð CLASS C250 Meiri bílaumferð CLASS E600 Ætlað mikilli umferð, t.d. hafnarsvæði CLASS D400 Hraðbrautir, bílastæði og öll ökutæki FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR Þolir allt að 12,5 tonn Þolir allt að 25 tonn Þolir allt að 40 tonn Þolir allt að 60 tonn Sterkt, létt, og frostþolin loft.is Hjallabrekka 1 - Dalbrekkumegin 200 Kópavogur S: 564 3000 GIRÐINGAREFNI Túngirðinganet I Gaddavír I Vírlykkjur Girðingastaurar I Rafgirðingarefni GIRÐINGAREFNI OG HLIÐGRINDUR Sjá verðlista Margar stærðir í boði á flottu verði! HLIÐGRINDUR MEÐ OG ÁN NETS Athugið! BRETTATILBOÐá staurum! Hleðslutæki Vatnshitari Hljóðeinangrun / veðurhlíf GCCP mælaborð Eldsneytistankur Sjálfvirk CAT RAM fjargæsla / fjarstart Stuttur afgreiðslutími CAT GC neyðarrafstöðvar REYKJAVÍK HAFNARFJÖRÐUR AKUREYRI 590 5100 33 kVA - 1500 kVA Hannaðar til að draga úr kostnaði og hámarka afköst CAT GC neyðarrafstöðvar skila hinum þekktu afköstum CAT á meðan þær draga úr uppsetningar-, flutnings- og rekstrarkostnaði. Þær tryggja hagkvæmni og skilvirkni fyrir þig og þinn rekstur. Hafðu samband við Sigurð Vilhjálmsson, sölustjóra, í 590 5126 eða sv@klettur.is, fyrir nánari upplýsingar. Í apríl og maí í ár var úrskurðað um ellefu íþyngjandi stjórnvalds- ákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu, níu í apríl og tvær í maí. Á Vesturlandi var kúabú svipt mjólkursöluleyfi. Aðstæður í mjólkurhúsi þóttu ekki uppfylla kröfur laga og reglugerða og því var búið svipt leyfi til mjólkurframleiðslu. Settar voru kröfur á sauðfjárbú á Vesturlandi og bændum á viðkomandi búi gert að fækka fé sínu verulega frá og með hausti 2024 vegna skorts á getu. Jafnframt var gert skylt að tryggja aðstoðarmann við sauðburð vorið 2024. Sviptur heimild til dýrahalds Matvælastofnun (MAST) lagði dagsektir á kúabónda á Norðvestur- landi til að knýja á um úrbætur í dýravelferð. MAST kærði alvarlega vanrækslu á nautgripum á býli á Norðvesturlandi til lögreglu. Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur skv. upplýsingum MAST þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað. Matvælastofnun svipti umráða- manninn heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Kind, hross og slasaðir fuglar Á Norðurlandi sektaði MAST bónda vegna vanrækslu á kind. Í kjölfar eftirlits sumarið 2023 fékk viðkomandi bóndi stuttan frest til að láta dýralækni líta á kind sem var hölt jafnt á framfótum sem afturfótum eða aflífa kindina ella. Bóndinn brást ekki við fyrr en seint og um síðir. Stjórnvaldssekt var lögð á hann að upphæð 300.000 kr. Á Suðurlandi gerði MAST kröfu um að þrjú gömul hross á Suðurlandi yrðu felld. Við eftirlit kom í ljós óviðunandi ástand á hrossunum og var eigandanum gert að fella þau. Þá var sláturhús á Suðvesturlandi sektað fyrir brot á velferð holda- kjúklinga við slátrun. Starfsmenn sláturhússins höfðu hengt sýnilega slasaða fugla upp á sláturlínu en samkvæmt reglugerð ber að aflífa slíka fugla strax. Stjórnvaldssekt nam 150.000 kr. Vægasta úrræði beitt Meðalhófsregla stjórnsýslulaga segir svo til um að þegar íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun er tekin skuli beita vægasta úrræði sem völ er á og er nægjanlegt til að ná því markmiði sem er að stefnt (12. gr.). /sá MAST: Íþyngjandi stjórnvalds- ákvarðanir og sektir – Ellefu mál í apríl og maí Vel haldnar kindur í grösugum haga. Mynd / GWT

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.