Bændablaðið - 27.06.2024, Page 61
61SmáauglýsingarBændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi
í Rangárþingi eystra.
Hvolsvegur og Hlíðarvegur – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af Hlíðarvegi, Hvolsvegi og gerir ráð fyrir hringtorgi við gatnamót.
Með deiliskipulaginu verður hluti mannvirkja víkjandi en gert er ráð fyrir 8-12 íbúðum á tveimur hæðum með risi.
Hámarkshæð verður 7,5 m og heildarbyggingarmagn á svæðinu verður 1728 m². Á þegar byggðum lóðum er gert
ráð fyrir byggingarreitum, nýtingarhlutfalli en einnig verður heimilt að byggja bílskúr eða aukahús, allt að 50 m².
Dímonarflöt – nýtt deiliskipulag
Tillagan gerir ráð fyrir frístundarlóðum að Dímonarflöt 1-2 og 6-7. Heimilt verður að byggja frístundarhús,
gróður- og gestahús ásamt geymslu eða skemmu. Hámarksbyggingarmagn verður allt að 300 m².
Hámarkshæð og húsgerð eru að öðru leyti frjáls.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og
á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 29. maí 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er frestur til athugasemda er veittur til og með 10. júlí
2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa
Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing á aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Miðeyjarhólmur – breyting á aðalskipulagi
Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 150 ha. landi úr Miðeyjarhólma, L163408, sem er
landbúnaðarland (L1 og L2) í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Ofangreind lýsing verður kynnt með opnu húsi á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4, Hvolsvelli,
þriðjudaginn 4. júní kl. 8:30 til kl 10:00.
Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
frá 29. maí 2024 með athugasemdarfrest til og með 19. júní 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum
Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Dímonarflöt – breyting á aðalskipulagi
Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að 51,6 ha. landbúnaðarlandi (L2) verði breytt í frístundarbyggð (F).
Hægt að nálgast skipulagslýsinguna heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 29. maí
2024 með athugasemdarfrest til og með 19.júní 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða
skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar
breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Ytra-Seljaland – óveruleg breyting á aðalskipulagi
Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi að Ytra-Seljalandi (F31). Verið er að leiðrétta afmörkun
skipulagssvæðisins, gert er ráð fyrir 35 lóðum sem eru 0,5 til 1,0 ha að stærð. Stærð skipulagssvæðisins helst óbreytt.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
F.h. Rangárþings eystra
Þóra Björg Ragnarsdóttir
Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.velavit.is
Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar
S: 527 2600
Til sölu tætla, snúningsvél, Fela – Werke
Gmb/90537 2012. Keypt ný 2016-17. Verð
kr. 850.000. Lítið notuð, vel með farin.
Upplýsingar á efrithvera@gmail.com
Til sölu vélavagn, burðargeta 40 tonn. Breidd
2,75 m. Verð kr. 2.000.000 +vsk. Reikningur
fylgir. Upplýsingar í s. 893-6975.
Til sölu gámagrind 20 fet. Verð kr. 1.100.000
+vsk. Upplýsingar í s. 893-6975.
Til sölu Bobcat TG 40140 skotbómulyftari.
Þarfnast aðhlynningar. Verð kr. 2.500.000
+vsk. Upplýsingar í s. 893-6975.
Trailer boddy með hliðaropnun. Krone, árg.
2004. Þriggja öxla með búkka og beygjum.
Þarfnast lagfæringar. Verð kr. 950.000
+vsk. Uppl. í s. 862-1189.
Traktorsskóflur. Breidd 1,2 til 2,4 metrar.
Verð frá kr. 130.000 +vsk. Búvís ehf. S.
465-1332.
Rúllunet. Verð frá kr. 24.900 +vsk. Búvís
ehf. s. 465-1332.
Tökum að okkur hinar ýmsu viðgerðir
á kerrum, hestakerrum sem og öðrum
kerrum. Förum með þær í aðalskoðun.
Pantið tíma. Brimco ehf. Efribraut 6, Mos.
S. 894-5111. Opið kl. 13-16.30 - www.
brimco.is
Vantar þig tæki í sveitina? Við erum kannski
með græjuna. Þessi sláttuvél kostar kr.
295.000 +vsk. Skoðaðu nýjasta blaðið á
www.hardskafi.is – sala@hardskafi.is
Taðkvísl 140 cm með 8 teinum. Ásoðnar
Eurofestingar. Verð kr. 126.480 m/vsk.
(kr. 102.000 +vsk). H. Hauksson ehf.
hhauksson@hhauksson.is s. 588-1130.
Brettagafflar með snúningi, 180°eða 360°.
Festingar fyrir traktora og skotbómulyftara.
Hliðarstuðningur fyrir trékassa og grindur.
Burðargeta 1.500 kg, 2.500 kg, 3.000 kg
og 5.000 kg. Pólsk framleiðsla. Hákonarson
ehf. S. 892-4163. Netfang- hak@hak.is
www.hak.is
Garðhús Tene Aino 9,9 fm. Veðr kr. 547.580
+vsk. Búvís ehf. S. 465-1332.
Gúmmírampar fyrir brettatjakka.Stærð-
L 100 cm x B 50 cm x H 16 cm. Þyngd
21 kg. Passa fyrir venjulega vörugáma.
Burðargeta 10 tonn Hákonarson ehf. www.
hak.is S. 892-4163, hak@hak.is