Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 11
þýðing okkar á hugtaki Collins og Postals (2012), imposters, sem þeir lýsa
svo:
(3) Lýsing á hröppum
Hrappur er nafnliður sem er túlkaður sem X. persóna en er að
forminu til Y. persóna, X ≠ Y. (Collins og Postal 2012:5)
Hrappar villa þannig á sér heimildir: Þeir eru annað en þeir líta út fyrir
að vera, svo sem 3. persóna að forminu til en 1. eða 2. persóna merking-
arlega. Annað viðfangsefni þessarar greinar er einmitt hrappar og að
hvaða leyti hægt er að líta á fornafnið maður sem slíkt fyrirbæri. Þegar
mælandi vísar til sjálfs sín eða viðmælenda sinna liggur beinast við að nota
persónufornöfn: ég, við, þú, þið. Þetta er einnig hægt að gera á annan hátt
– dæmi um notkun hrappa er gefin hér fyrir neðan þar sem hrapparnir
eru feitletraðir.
(4) a. Svona svona, elskan, pabbi er hér.
b. Hvað segir kallinn? (Wood og Einar Freyr Sigurðsson 2014:196–197)
Notkunin í (4a) er dæmigerð fyrir það þegar faðir talar við barn sitt og
vísar til sjálfs sín sem pabba. Í (4b) vísar mælandi aftur á móti til viðmæl-
anda með því að segja kallinn (eða jafnvel kjellinn) en ekki með fornafni
2. persónu, þú. Að forminu til eru pabbi og kallinn 3. persóna eintala en
hafa merkingu 1. og 2. persónu eintölu.
Í umræðunni um hrappa verður talsverð áhersla lögð á sértæka merk-
ingu þar sem maður vísar til 1. persónu eintölu en það virðist þannig
dæmi um hrapp: Maður hefur, eins og pabbi hér fyrir ofan, form 3. per-
sónu en merkingu 1. persónu.
Í þessari grein skoðum við hvað það er sem gerir maður að fornafni og
reynum að átta okkur á formgerðinni. Við ræðum hér einnig um önnur
einkenni sem hafa lítið eða ekki verið til umræðu og veltum fyrir okkur
hvort þau séu til marks um fornafnseiginleika eða eitthvað annað. Við
athugum hvort greina megi maður sem hrapp og veltum um leið fyrir
okkur öðrum hröppum. Við spyrjum svo einnig hvort allir hrappar séu
fornöfn eða hvort hægt sé að greina þetta tvennt að.
Við reynum að svara þessum spurningum og varpa skýrara ljósi á
viðfangsefnin með það fyrir augum að hægt sé að átta sig betur á fyrirbær-
inu maður, fornöfnum og hröppum.6
Maður, fornöfn og hrappar 11
6 Þess má geta að oft hefur verið amast við fornafnsnotkun maður (sjá t.d. umræðu hjá
Kjartani G. Ottóssyni 1990:96 og Heimi van der Feest Viðarssyni 2017). Jakob Jóh. Smári