Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 36
4.3.2 Afturbeygt fornafn sem hrappur?
Við nefnum hér svo annað atriði sem kann að vera dæmi um fornafns -
hrapp í íslensku. Það virðist fyrst og fremst koma fyrir þegar fullorðnir
beina máli sínu að börnum (e. child-directed speech, motherese) sem er gjarn-
an öðruvísi en mál þessara sömu málhafa við aðrar aðstæður; sem dæmi
eru setningarnar oft styttri en þegar fullorðnir tala sín á milli (Brown og
Bellugi 1964). Ýmis önnur setningafræðileg atriði geta einnig verið öðru-
vísi, sbr. (61).
(61) Meiddi sig?
Þessa notkun hefur fyrri höfundur þessarar greinar orðið var við þegar
talað er við smábörn. Ef fullorðinn málhafi væri spurður þessarar spurn-
ingar gæti hann tekið því sem móðgun. Mögulegar aðstæður þar sem
þetta er notað geta verið þær að fullorðinn málhafi ætlar að hugga smá-
barn sem grætur og spyr hvort það hafi meitt sig. Í stað þess að 2. persónu
fornöfn séu notuð, Meiddirðu þig?, eða nafn barnsins notað sem hrappur
ásamt afturbeygðu fornafni, t.d. Meiddi Gunna sig?, er ekkert sýnilegt
frumlag í (61), heldur einungis sögn í þátíð 3. persónu og afturbeygt for-
nafn 3. persónu, sig.23 Þessa notkun sig mætti greina sem hrapp – formið
er 3. persóna en samhengistengillinn hefur þætti 2. persónu eintölu. Sig
fær þó ekki þáttagildi sín frá samhengistenglinum úr því að það hefur ekki
þátt 2. persónu. Við gætum hugsanlega greint sig þannig að það tengist
VIÐMÆLANDA en fái engu að síður sjálfgefna þætti 3. persónu. Annar
möguleiki væri að sig væri ekki hrappur heldur væri hér ósýnilegt frum-
lag, eiginnafn barnsins, og það stýrði 3. persónu samræmi. Þá væri ósýni-
legt sérnafnið hrappur. Sú greining hefði þann kost í för með sér að auð -
veldara væri en ella að útskýra hvers vegna setningar eins og (61) – sem
eru mjög óvenjulegar án sýnilegs frumlags – eru tækar í máli sem beinist
að börnum.
Í dæmunum í (62) kemur svo fyrir önnur setningagerð með notkun
afturbeygðra fornafna sem mætti mögulega setja í flokk fornafnshrappa.
Þannig er að fullorðnir ávarpa stundum ungabörn og smábörn með ann-
Einar Freyr Sigurðsson og Jim Wood36
23 Þess má geta hér í framhjáhlaupi að þetta minnir að nokkru leyti á nafnháttarsetn-
ingar eins og (i-a) sem eru tækar í óformlegu málsniði, jafnt í máli sem beinist að börnum
sem fullorðnum.
(i) a. Drífa sig!
b. *Drífa þig!