Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 40
ætla …)28 en lýsingarorð sem stendur með fornafninu getur hins vegar
verið í öðru kyni en karlkyni (sbr. Maður verður ólétt). Þetta þýðir þá að
maður stýri alltaf eða nær alltaf 3. persónu samræmi á persónubeygðri
sögn en aðeins stundum karlkyni á sagnfyllingum. Það er þó ekki þannig
að samhengistenglar geti aldrei stýrt samræmi á persónubeygðri sögn –
við sáum það t.d. í dæmum með undirritaður fyrir ofan.
Svipað er upp á teningnum þegar samhengistengillinn er 1. persóna
fleirtölu. Jafnvel þegar t.d. orðið saman er notað í tengslum við maður –
sem er til marks um fleirtölu á samhengistengli – er persónubeygða sögn-
in í eintölu. Í langflestum tilfellum eru sagnfyllingar einnig í eintölu en
þó geta verið undantekningar á því, eins og sjá má í (68). Í (68a,b) túlkum
við nýhætt og byrjuð sem hvorugkyn fleirtölu en ekki kvenkyn eintölu.
(68) a. ✓ Ég skil ykkur bæði, það erfitt að hitta sýna fyrverandi þegar
maður er ný hætt saman og fá ekki þessa tilfinningu að vilja
bara vera með henni, kúra með henni og já ríða.
b. ✓ nei nei nei nei nei, maður er ekki byrjuð saman eftir fyrsta
kossinn, langt langt langt því frá.
c. ✓ Stundum fer manni að leiðast smá þegar maður er alltaf bara
tvö saman.
d. ✓ persónulegt mat: ef maður er fjórir saman að gefa manneskju
sem er ekki einu sinni vinur afmógjöf, er meira en 5000
FÁRÁNLEG OFNEYSLA.
Það er þó ekki þannig að það sé bara hvenær sem er hægt að nota fleirtölu
á sagnfyllingum sem standa í sambandi við maður svo lengi sem samhengis -
tengillinn hafi fleirtöluþátt. Egerland (2003:78) ber sænsku og íslensku
Einar Freyr Sigurðsson og Jim Wood40
28 Þess skal þó getið að svona dæmi finnast vissulega við leit, svo sem í Risa mál -
heildinni, og mjög áhugavert væri að rannsaka þetta betur. Við sýnum eitt slikt dæmi í (i).
Þar gæti hef verið ónákvæmur innsláttur enda er fornafnið í andlagsstöðu brenna (og flýta)
í 3. persónu en ekki 1. persónu eins og við gætum kannski búist við úr því að persónu-
beygða sögnin hefur form 1. persónu. Þetta dæmi þykir fyrri höfundi greinarinnar mál -
fræði lega ótækt.
(i) ✓ Maður hef brennt sig of oft áður með því að flýta sér of mikið
Þó höfum við auðvitað séð dæmi um það að uppruni þáttagilda persónubeygðrar sagnar
geti verið annar en hjá sagnfyllingum (en hér erum við með andlag, ekki sagnfyllingu). Það
hefur að vísu þá verið þannig að sagnfyllingin fái gildi sín frá samhengistengli en persónu-
beygð sögn frá maður (sbr. (67)). Í (i) væri þessu öfugt farið, hef fengi þá þáttagildi 1. per-
sónu frá samhengistengli en andlagið 3. persónu frá maður.