Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 44
Postal 2012:223–224).31 Ýmislegt annað kemur til greina, sjá t.d. mis mun -
andi þáttasamsetningar hjá Malamud (2012) fyrir one og you í ensku og
man og du í þýsku og greiningu Šereikaitė og Zanuttini (2024) á referential
you í ensku annars vegar og impersonal you hins vegar.
6. Lokaorð
Hér hefur verið rætt um fornafnið maður í íslensku og ýmis þau einkenni
sem gera okkur kleift að greina það sem fornafn. Við höfum tekið saman
ýmislegt sem sagt hefur verið um maður og bent á einkenni sem ekki hafa
verið til umræðu áður, að því er við best vitum.
Við skoðuðum svolítið mismunandi merkingu maður, bæði sértæka
og almenna, og veltum fyrir okkur hvers eðlis munurinn á þessu tvennu
væri. Við bentum á að hugsanlega mætti líta á maður í almennri og sér-
tækri merkingu sem eitt og sama fyrirbærið en bentum jafnframt á að því
hefur verið haldið fram að það komi fram athyglisverður munur m.t.t. lang -
drægrar afturbeygingar eftir því hvort merkingin er sértæk eða almenn.
Hér hefur einnig verið talað um hrappa. Þar athuguðum við hvort for-
nafnseinkenni maður, sem við skoðuðum í 2. kafla, væri einnig að finna
meðal hrappa á borð við pabbi og undirritaður. Svo reyndist ekki vera og
því drógum við þá ályktun að hrappar væru ekki alltaf fornöfn.
Þegar hrappa ber á góma er áhersla venjulega lögð á misræmi í persónu
(sbr. lýsinguna sem við fengum frá Collins og Postal 2012). Hins vegar
ræddum við einnig um misræmi í kyni sem kemur stundum fram á sagn-
fyllingum – maður er að forminu til karlkyn en engu að síður sjáum við
stundum dæmi eins og Maður er ólétt. Einnig kemur stundum fram sam -
bærilegt misræmi í tölu á sagnfyllingum, sbr. dæmi eins og ✓maður er ekki
byrjuð saman eftir fyrsta kossinn sem einnig voru til umræðu í 4. kafla. Það
er þannig hægt að setja hrappa í mun víðara samhengi og gera ekki einungis
ráð fyrir persónuhröppum heldur líka t.d. töluhröppum (✓Fjöldi fólks eru
saman komin á Bessastöðum, ✓Fólkinu var tilkynnt að þau væru handtekin
grunuð um skjalafals) og kynjahröppum (✓Ráðherra var margspurð út í
þessi atriði) – og það kallar á frekari rannsóknir.32
Einar Freyr Sigurðsson og Jim Wood44
31 Slíkt er alls ekki sjálfsagt – t.a.m. telur Malamud (2012:29–30) að man í þýsku sé
ekki hrappur, jafnvel þegar það vísar til mælandans.
32 Um margs konar misræmi af þessu tagi má t.d. lesa hjá Önnu Helgadóttur (2011),
Guðbjörgu Elínu Ragnarsdóttur (2011), Guðrúnu Þórhallsdóttur (2015), Höskuldi Þráins -
syni, Einari Frey Sigurðssyni og Jóhannesi Gísla Jónssyni (2015), Einari Frey Sigurðs syni
(2017a), Þorbjörgu Þorvaldsdóttur (2017, 2019) og Xu (2020).