Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 52
sjálfs og afskiftum hans af ritum þeim, er Bókmentafélagið gaf út, breytt-
ist þetta.“
Í þessari grein verður einblínt á þennan litla hluta af miklu ævistarfi
Rasks.2 Þótt ýmsir hafi skrifað um þetta efni, sérstaklega íslenskir fræði -
menn, til að mynda Jóhannes L.L. Jóhannsson (1921–1922), Jón Aðal -
steinn Jónsson (1959) og Jakob Benediktsson (1979), þá er þörf á ítarlegri
rannsókn á hugmyndum Rasks og tillögum um íslenska stafsetningu.
Í 2. kafla er sagt frá Rask og skrifum hans um íslenskt mál og sérstak-
lega stafsetningu, hugmyndum hans um tengsl forna málsins og þess nýja
og um aðferðir hans við að koma tillögum sínum í gagnið. Í 3. kafla er
gerð ítarleg grein fyrir stafsetningartillögum hans og hugmyndum í þeim
efnum. Umfjöllunin skiptist í yfirlit (3.1), sérhljóðstákn (3.2), samhljóðs -
tákn (3.3) og annað sem tengist tillögum hans (3.4).
2. Skrif Rasks um íslensku — forn tunga og ný
2.1 Yfirlit
Rask skrifaði mikið um íslenska málfræði og stafsetningu frá upphafi ferils
síns og nærri því til enda en þó með hléum. Málfræði hans yfir íslensku,
Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog (gefin út 1811 en samin
1809), var byltingarkennd lýsing á málinu, fyrsta nútímalega mál fræðin
yfir íslensku og „fyrirmynd íslenzkra málfræðibóka allt fram á 20. öld“
(Guðrún Kvaran 1987:221). Björn M. Ólsen (1888a:40) sagði að áhrif Rasks
á íslenska málfræði hefðu ekki verið minni en Kópernikusar á stjörnu -
fræði! Í íslensku málfræðinni og sérstaklega endurskoðaðri sænskri gerð
hennar (Rask 1818) sjást einnig nokkuð vel hugmyndir Rasks um staf-
setningu þótt þær séu ekki skýrðar í heild fyrr en í Lestrarkveri handa
heldri manna börnum (Rask 1830). Það eru einnig athuganir á stafsetningu
í Oldnordisk læsebog (Rask 1832b), forníslenskri málfræði Rasks (1832a)
og sérstaklega í bréfum hans (einkum til Íslendinga) og í óútgefnu hand-
riti, NKS 149 c107 4to, sem geymir ýmis ófullgerð drög hans að skrifum
um íslenska stafsetningu.
Hafa þarf þó í huga að tilgangurinn með þessum ritum var að sumu
leyti ólíkur. Málfræðirit Rasks (1811, 1818) voru lýsingar á málinu en
Jóhannes B. Sigtryggsson52
2 Sjá t.d. Thomsen (1940) og Rischel (1987) til að fræðast almennt um Rask og verk
hans. Um tengsl Rasks við Ísland sjá Guðrúnu Kvaran (1987), Louis-Jensen (1987) og
Björn M. Ólsen (1888a, 1888b). Um skrif Rasks um dönsku og þar á meðal danska staf-
setningu sjá Bjerrum (1959) og Jacobsen (2010:351–352).