Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Side 57
Rask sjálfan. Grein Árnabjarnar birtist 1836 (Árna-björn 1836)13 en grein-
ar Sveinbjarnar voru ekki gefnar út fyrr en löngu síðar.14 Jóhannes L.L.
Jóhannsson (1921–1922:123) sagði síðar frá þeirri almennu gagnrýni á
stafsetningu Rasks að það „hefir helzt verið fundið að þessari stafsetn-
ingu, að sumstaðar kenni þar óviðfeldinnar ósamkvæmni, og
þó einkum hitt, að hún tæki of l í t ið t i l l i t t i l núverandi myndar
íslenzkunnar, en byndi sig um of við fyrnsku frá síðari hluta
13 . a ldar.“
Stafsetning Rasks varð í megindráttum grundvöllur skólastafsetningar
Halldórs Kr. Friðrikssonar sem var sú stafsetning sem var kennd í Lærða
skólanum í Reykjavík og var ríkjandi stafsetning á seinni hluta nítjándu
aldar (Jón Aðalsteinn Jónsson 1959:84–88). Meginfrávik í henni frá staf-
setningu Rasks voru að notað var ⟨je⟩ fyrir /je/ (físl. /é/), þar sem Rask
vildi nota táknið ⟨è⟩ (sjá 3.2.1.2), grannir sérhljóðar á undan ng/nk (sjá
3.2.2) og einnig það að notað var ⟨ur⟩ í niðurlagi orða þar sem Rask hafði
bæði notað ⟨r⟩ og ⟨ur⟩ (sjá 3.3.5). Í megindráttum var skólastafsetningin
þó samhljóða stafsetningu Rasks.
3. Stafsetningartillögur Rasks
3.1 Yfirlit
Í þessum kafla er farið nánar út í stafsetningartillögur Rasks og í hverju
þær fólust. Umfjöllunin byggist mest á Lestrar kverinu (Rask 1830) en
einnig öðrum ritum hans og bréfum. Sleppt er að fjalla um nokkur smá-
vægileg stafsetningaratriði, til dæmis það að Rask vildi rita algengt við -
skeyti lýsingar orða og atviksorða -ligr og -liga frekar en -legr, -lega (Jón
Aðalsteinn Jóns son 1959:78).
Auk nýjunga í stafsetningu hafði Rask áhrif á að minnka tilbrigði í
táknavali. Hann var til dæmis á móti notkun stafanna ⟨q⟩ og ⟨c⟩ (sjá 3.4.2),
barðist fyrir því að tekið yrði upp latneskt prentletur í stað gotnesks (sjá
3.4.1), beitti sér fyrir notkun lágstafa í upphafi samnafna (sjá 3.4.3) og
gerði ýmsar reglur skýrari en áður, til dæmis um setningu ⟨y⟩, ⟨ý⟩, ⟨ey⟩ (sjá
3.2.3) og staðlaði reglur um notkun ⟨z⟩ (sjá 3.3.6) svo að eitthvað sé nefnt.
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 57
13 Einnig birt af Gunnlaugi Ingólfssyni (2017:45–53).
14 Þessar óútgefnu greinar Sveinbjarnar Egilssonar kallast „Rask og Fjölnir“ og
„Nokkrar athugasemdir, vidvíkjandi íslenzkri stafasetníngu, med tilliti til stafsetníngar-
þáttarins í Fjölnir 1836“. Þær eru birtar fyrst hjá Gunnlaugi Ingólfssyni (2017:69–92, 93–
119).