Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 59
Ítarlegasta umfjöllun um þetta kerfi yfirsettra stafmerkja er í Lestrar -
kverinu (Rask 1830:26, 28–30). Rask fjallar þar bæði um notkun þeirra í
nútímamáli og í útgáfum fornra texta.16
• (fram)broddur (e. acute accent): Notaður yfir hnígandi tvíhljóðunum
/au/ og /ou/ (⟨á⟩, ⟨ó⟩) og nálægu einhljóðunum /í/ (⟨í⟩ eða ⟨ý⟩) og /ú/
(⟨ú⟩) (sjá 3.2.1.1).
• bakbroddur (e. grave accent): Notaður yfir stígandi „tvíhljóðum“. Al -
mennt í ⟨è⟩ en Rask tilgreinir einnig hugsanlega notkun ⟨ì⟩ fyrir ji og ⟨ù⟩
fyrir vu (sjá 3.2.1.2).
• hattur (e. circumflex accent): Rask nefnir hugsanlega notkun hatts í ⟨â⟩
(sérstaklega í ⟨vâ⟩), ⟨ê⟩, ⟨û⟩ (sjá 3.2.1.3).
Tafla 1: Yfirsett stafmerki yfir sérhljóðum.
3.2.1.1 Broddur (frambroddur): endurvakið lengdarmerki
Mikilvægur hluti stafsetningartillagna Rasks var að mæla með og festa í
sessi notkun (fram)brodda yfir upphaflega löngum sérhljóðum, t.d. ⟨á⟩.
Það var nýjung sem höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar á líklega heiður -
inn af (Lindblad 1952:169–174, 198–200, Stefán Karlsson 2000:60, Hreinn
Benediktsson 1972:218) og virðist nær eingöngu hafa tíðkast á Íslandi á
miðöldum (Lindblad 1952:107).
Í Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem talin er vera rituð á s.hl. þrettándu
aldar, þótt varðveitt handrit hennar sé frá þeirri fjórtándu (Hreinn Bene -
diktsson 1972:17–18, 31), var mælt með því að greina í sundur stutt og
löng sérhljóð með einföldum (fram)broddi (´), t.d. ⟨er⟩ ‘er’ en ⟨ér⟩ ‘þér’
(2.p.ft.). Þessi ritvenja varð aldrei mjög algeng en merki hennar sjást að
einhverju marki hjá mjög mörgum skrifurum á þrettándu öld, t.d. skipu-
lega í Íslensku hómilíubókinni frá um 1200 (de Leeuw van Weenen
1993:58). Á fjórtándu öld dró mjög úr notkun brodds sem lengdarmerkis
(Lindblad 1952:11). Þegar á þrettándu öld var orðið algengara að tákna
upprunaleg löng sérhljóð með tvöföldun sérhljóðstáknsins, t.d. ⟨aa⟩ (/á/),
eða með því að nota líminga, t.d. ⟨aa⟩ (/á/). Á fjórtándu öld verður algengt
að nota tvíbrodda eða tvípunkta yfir límingum, t.d. ⟨⟩ (⟨⟩), og einnig
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 59
16 Rask (1830:26) kallar þessi yfirsettu stafmerki þar það harða (þ.e. (fram)brodd), það
þunga (þ.e. bakbrodd) og það dragandi (þ.e. hatt). Rask (1830:28) segir að slík merki, sem
hann kallar áherslumerki, séu ómissandi og sér í lagi það harða: „[Þ]að [þ.e. (fram)brodd-
urinn] eykr við hljóðið einhvörskonar ofr linu v (w) eðr j, svo á, ó, ú hljóða nærri eins og
av, ov, uv, en í, ý nærri eins og ij, yj.“