Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 63
⟨â⟩
Rask (1818:7–8) minnist fyrst í sænskri útgáfu íslenskrar málfræði sinnar
á táknið ⟨â⟩ og þá sérstaklega í forníslenska hljóðasambandinu /vá/ sem
hafði fengið framburðinn [vɔː] þegar á þrettándu öld. Ritun þess breyttist
hins vegar yfirleitt í ⟨vo⟩ þegar /á/ tvíhljóðaðist ([au]) í annarri stöðu
(Stefán Karlsson 2000:26, Hreinn Benediktsson 1979). Rask segir að hatt-
urinn („það dragandi“) hafi ekki verið notaður mikið í íslensku en nota
megi hann til að auðkenna sérhljóð sem áður hafi verið „digurt“ (þ.e. /á/
í /vá/) en sem sé nú grannt ([ɔː]).19 Rask (1830:29–30) segir að hattur sé
gagnlegur til að greina ⟨â⟩ (þ.e. [ɔ(ː)]) frá ⟨á⟩ ([au(ː)]) og mælti sérstaklega
með notkun ⟨â⟩ í fornsagnaútgáfum (sjá einnig Rask 1818:8). Ekki gangi
að nota ⟨á⟩ í þessu samhengi því að „eptir túngunnar núverandi eðli“ tákni
það annað hljóð (þ.e. tvíhljóð). Þetta tákn (⟨â⟩) var meðal annars notað í
útgáfum Fornmanna sagna sem Rask sá um ásamt öðrum, sbr. þessi dæmi
úr 11. bindi þeirra: ⟨svâ⟩ (26), ⟨vân⟩ (33), ⟨vârr⟩ (35) o.s.frv.
⟨ê⟩
Rask (1830:30) nefnir að hugsanlega mætti nota ⟨ê⟩ í tökuorðum eins og
⟨Júdêa⟩, ⟨êgypzkr⟩ og ⟨évrópêiskt⟩: „Upprunaligt æ er líka opt orðið at
grönnu hljóði [þ.e. grönnum sérhljóða, sjá nmgr. 22], þykir þá ê ágætt til
að sýna bæði framburð og uppruna […].“ Erfitt er að átta sig á því hvað
Rask á hér við en líklega vill hann hér sýna með hattinum að upprunalegt
breitt hljóð/tákn (þ.e. ⟨æ⟩) í upprunamáli hafi breyst í grannt í íslensku
(þ.e. ⟨e⟩).
⟨û⟩
Á nokkrum stöðum minnist Rask á að gott geti verið að nota hattar-
merkið til að greina á milli tvenns konar ólíkra ú-hljóða sem hann telur að
komi fyrir í nútímaíslensku. Í sænskri útgáfu málfræði sinnar segir Rask
(1818:12) að annað hljóðið sé breitt (þ.e. tvíhljóðskennt), nærri uv í fram-
burði, en hitt sé „þynnra“ (þ.e. einhljóð) og að það síðarnefnda komi sér-
staklega fyrir á undan f, g og k. Fyrra hljóðið vill hann tákna með ⟨ú⟩, t.d.
⟨hús⟩, en hið síðara með ⟨û⟩, t.d. ⟨pûki⟩. Rask (1811:5) ræðir einnig um
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 63
19 Orðið digur hefur hér líklega svipaða merkingu og breiður í hugtakinu breiður sér-
hljóði (sjá skilgreiningu á því hjá Höskuldi Þráinssyni 2021:37 og nmgr. 22). Rask (1830:
29): „Það dragandi hefir verið lítið brúkað í íslenzku, en er þó mjög nytsamligt, þegar það
er sett yfir lángan og grannan raddarstaf, sem dreginn er af digrum, svo sem 1) yfir a, þar
sem fornmenn sögðu á en nú er almennt talað o […].“