Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 64
þetta í upphaflegri gerð málfræðinnar en mælir samt sem áður ekki þar
með því að notuð séu tvenns konar ú-tákn.20 Í Lestrarkverinu (Rask 1830)
eru nokkur tilvik um ⟨û⟩ í dæmum, t.d. ⟨grûfu⟩ (7) og ⟨skûm⟩ (9). Í bréfi
Sveinbjarnar Egilssonar til Rasks 27. febrúar 1831 andmælir Sveinbjörn
því að það séu tvenns konar ólík ú-hljóð í nútímamáli.21 Rask (1941(2):
255–256) féllst á að þetta væri rétt í svarbréfi frá 4. maí 1831. Þessi staf-
setningartillaga hans um að greina á milli tvenns konar ú-hljóða byggðist
því á framburðarmun sem var ekki fyrir hendi.
3.2.1.4 Örlög yfirsettu stafmerkjanna
Kerfi Rasks fyrir yfirsett stafmerki yfir sérhljóðum var ekki tekið upp í
heild en þó hafði það áhrif. Með tillögum sínum festi Rask sannarlega í
sessi notkun (fram)brodda, t.d. ⟨á⟩, og notkun hans á bakbroddi fyrir ⟨è⟩
styrkti óbeint í sessi táknunina ⟨é⟩ í staðinn fyrir ⟨je⟩. Hattur (⟨^⟩) var
einnig notaður í ýmsum útgáfum fornrita á fyrri helmingi nítjándu aldar,
m.a. útgáfum Rasks sjálfs. Heildarkerfi hans yfir yfirsett stafmerki var
hins vegar varla notað af neinum enda var sumt af því sem hann fjallaði
um ekki endilega það sem hann lagði til heldur hugleiðingar um eitthvað
sem mætti hugsanlega nota og þá sérstaklega í útgáfum fornrita, t.d. ⟨ì⟩
fyrir /ji/.
Þetta kerfi þriggja ólíkra yfirsettra stafmerkja, þar af tveggja sem áttu
sér enga hefð í málinu, var líklega einnig of flókið til að líkur væru á að
það yrði tekið upp af almenningi og var m.a. gagnrýnt fyrir það í Fjölni
([Konráð Gíslason] 1836:36–37). Þrenns konar yfirsett merki voru til
dæmis hugsanleg yfir tákninu ⟨e⟩, þ.e. ⟨è⟩, ⟨é⟩ og ⟨ê⟩, sbr. umfjöllun hér að
framan. Sem málvísindaleg greining á málinu og stafsetningarnýjung var
þetta hins vegar merkileg tilraun þótt hún byggðist um sumt á misskiln-
ingi eins og um tvenns konar ólíkan ú-framburð.
3.2.2 „Breiðir“ sérhljóðar á undan ng, nk
Í elsta máli voru upprunalega stutt sérhljóð á undan samhljóðaklösunum
ng og nk, t.d. langr. Um 1300 hófst stöðubundin hljóðbreyting í þessu
umhverfi þar sem þau lokuðu féllu saman við tilsvarandi löng hljóð (ing >
Jóhannes B. Sigtryggsson64
20 Rask (1811:5): „ú lyder som det lange danske u, og undertiden som der var et blødt
v efter, saasom: hús, lúdr Krigshorn, þridiúngr Trediepart; dog udtales det og ofte som u i
gudelig uden denne Efterlyd af v, s. Eks. hún hun, púki Risse, ond AAnd.“
21 Þetta bréf er óúgefið en varðveitt í ÍB 94 4to. Sjá Rask (1968:381).