Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Side 66
var oft á reiki enda studdist hún ekki lengur við framburð (Stefán Karls -
son 2000:55, 58–59). Eggert Ólafsson mælti með því að greint yrði á milli
kringdra og ókringdra hljóða út frá uppruna og sýndi dæmi (Smith 1965:
212–232).
Í stafsetningu Rasks er einnig gerður skýr greinarmunur á uppruna-
legum kringdum og ókringdum hljóðum og í Lestrarkverinu (Rask 1830:
32–33) gerir hann nákvæma grein fyrir muninum á þeim og hvernig
mætti styðjast við skyld orð við ritun þeirra. Í bréfi til Gríms Jónssonar
frá 17. janúar 1818 fjallaði Rask einnig ítarlega um þetta stafsetningar-
atriði.24 Kerfisleg greinargerð Rasks fyrir þessu hjálpaði örugglega til við
að festa í sessi ritun ⟨y, ý, ey⟩ í íslenskri stafsetningu eftir það.
3.2.4 Táknin ⟨æ⟩ og ⟨œ⟩: misheppnuð aðgreining
Í forníslensku voru upphaflega tvenns konar löng æ-einhljóð: /ǽ/ (leitt
af á, t.d. sætta, sbr. sátt, samræmt sem ⟨æ⟩ í samræmdri fornmálsstafsetn-
ingu eða stundum á seinni tímum sem ⟨⟩ eða ⟨ǽ⟩) og /ǿ/ (leitt af ó, t.d.
bœli af ból, oft samræmt sem ⟨œ⟩ eða ⟨ǿ⟩). Í forníslensku voru ýmis ólík
tákn notuð fyrir þessi ólíku hljóð, t.d. ⟨ę⟩, ⟨æ⟩, ⟨e⟩ fyrir /ǽ/ í fornum
handritum og ⟨eo⟩, ⟨ø⟩, ⟨o⟩ og seinna ⟨⟩ fyrir /ǿ/ (Stefán Karlsson
2000:48). Um miðja þrettándu öld fór síðarnefnda hljóðið að afkringjast,
féll síðan saman við hið fyrra og samfallshljóðið varð síðar að tvíhljóðinu
[ai(ː)] (Stefán Karlsson 2000:23–24). Á seinni öldum var táknið ⟨æ⟩ lang-
oftast notað fyrir samfallshljóð þessara hljóða og engin tilraun gerð til að
greina á milli þeirra eftir uppruna. Eggert Ólafsson var fyrstur seinni alda
manna í Réttritabók sinni 1762 til að leggja til að aftur yrði tekin upp
aðgreining þessara upprunalegu hljóða í skrift með táknunum ⟨æ⟩ og ⟨œ⟩
(Smith 1965:247–256, 1969:235).
Í íslensku málfræðinni greinir Rask (1811, 1818) ekki á milli þessara
tákna en bendir á (Rask 1818:43) að greint sé á milli þeirra í gömlum
handritum. Rask (1830:27–28) mælir hins vegar í Lestrarkverinu með því
að notuð séu tvenns konar ólík æ-tákn eftir uppruna í útgáfum fornra
texta25 en nefnir einnig að það kæmi til greina að nota slíka aðgreiningu í
nútímastafsetningu á sama hátt og ⟨y⟩ og ⟨ey⟩ sé haldið aðgreindum frá ⟨i⟩
og ⟨ei⟩. Hann mælir hins vegar ekki mjög ákveðið með því. Sveinbjörn
Jóhannes B. Sigtryggsson66
24 Óútgefið en varðveitt í NKS 3268 IV 4to. Sjá Rask (1968:307).
25 Jakob Benediktsson (1979:12): „Mellem œ og æ skelnede han først mod slutningen
af sit liv, mellem ø og ǫ aldrig.“ Sjá einnig Stefán Karlsson (2000:62): „Tvö æ, þ.e. æ og œ,
þótti honum rétt að hafa í útgáfum fornrita en annars ekki […].“