Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 67
Egilsson segir í fyrrnefndu bréfi til Rasks frá 27. febrúar 1831 þar sem
hann minnist á Lestrarkverið að hann telji táknið ⟨œ⟩ óþarft í nútímaís-
lensku og segir (uppskrift mín): „Ekki vildi eg ráða til að innleiða œ í
staðinn fyrir æ, þar það er svo torvelt að finna rótina orðsins, og ekki
ætlandi neinum, nema þeim ˋsemˊ kann mörg mál […]“.
Sú ritvenja að greina á milli upprunalegra æ-hljóða með tveimur ólík-
um táknum varð aldrei mjög algeng á nítjándu öld þótt hún hafi tíðkast
nokkuð í tímaritum frá miðbiki nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu.26
Sumir menntamenn á þessum tíma tömdu sér hana einnig, t.d. Konráð
Gíslason (1808–1891) og Jón Þorkelsson (1822–1904), rektor Lærða skól-
ans (Jóhannes B. Sigtryggsson 2017:162). Halldór Kr. Friðriksson (1859:
46–47, 56–72), sem var lengi kennari í Lærða skólanum á síðari hluta nítj-
ándu aldar, mælti einnig með aðgreiningu ⟨æ⟩ og ⟨œ⟩. Hann virðist þó
hvorki hafa lagt áherslu á það í kennslu né leiðrétt í skólastílum nemenda
(Jóhannes B. Sigtryggsson 2017:162). Engin hefð var í ritun á seinni öldum,
eins og áður sagði, fyrir því að greina á milli tvenns konar ólíkra æ-tákna
enda reyndist erfitt að koma á slíkri venju (Stefán Karlsson 2000:64).
3.2.5 Val á tákni fyrir /ö/ í íslensku: ⟨ö⟩ eða ⟨ø⟩
Hljóðið /ö/ ([œ(ː)]) í nútímamáli á rætur að rekja til tveggja ólíkra hljóða
í forníslensku: /ø/, frammælts, miðlægs, kringds sérhljóðs sem hefur lík-
lega haft svipað hljóðgildi og /ö/ í nútímamáli, og /ǫ/, bakmælts, opins,
kringds sérhljóðs sem hefur líklega hljómað svipað og o í nútímamáli.
Þessi tvö hljóð féllu saman á þrettándu öld í hljóð sem hefur verið líkt
fyrrnefnda hljóðinu og þar með okkar /ö/ (Stefán Karlsson 2000:23). Sam -
fallshljóðið var táknað með ýmsum hætti í handritum, t.d. ⟨ǫ⟩, ⟨ø⟩, ⟨o⟩, ⟨av⟩
og á fimmtándu öld ⟨⟩, ⟨o⟩, ⟨au⟩, ⟨av⟩ (Stefán Karlsson 2000:48, 54). Í
prentuðum bókum frá sextándu öld var /ö/ táknað með ⟨o⟩ og ⟨au⟩. Síðar
var farið að nota ⟨ø⟩ og það varð fljótlega aðaltáknið á prenti. Í seinni alda
handritum voru oft notuð táknin ⟨⟩ og ⟨au⟩ en einnig ⟨ø⟩ og ⟨ó⟩ fyrir þetta
hljóð (Stefán Karlsson 2000:57). Eggert Ólafsson notaði aðallega ⟨au⟩ í
sínum stafsetningartillögum fyrir /ö/, t.d. ⟨baurn⟩ (þ.e. börn) (Smith 1965:
61–68, 1969:238). Þetta átti sérstaklega við ef ⟨a⟩ var í skyldri beygingar-
mynd, t.d. ⟨baurn⟩ (sbr. barn). Á hinn bóginn notaði Eggert ⟨ø⟩ ef ⟨e⟩ eða ⟨i⟩
kom fyrir í skyldu orði, t.d. ⟨skiølldur⟩, ⟨spølur⟩, ft. ⟨skillder⟩, ⟨speler⟩.
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 67
26 Sjá t.d. tímaritin Skírni (t.d. 1848), Lanztíðindi (t.d. 1850) og Íslending (t.d. 1861–
1862). Sjá Tímarit.is.