Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 70
hefir eingin þjóð í öllum heimi“. Hann notaði þó vissulega stundum ákveðna
stafsetningu eða tákn eingöngu í fornritaútgáfum, t.d. ⟨ì⟩ (sjá 3.2.1.2), en
sú aðgreining er þó annars eðlis en greinarmunur á rithætti í samtímatext-
um eftir textategund.
Eftir þetta varð ⟨ð⟩ fljótlega hluti af hinu almenna stafrófi og stafsetn-
ingu og hefur verið fram á okkar daga.
Rask notaði bjúgt form ⟨ð⟩ sem notað var í íslenskum handritum frá
þrettándu og fjórtándu öld en ekki ð með beinum legg (⟨đ⟩) eins og hefði
verið rökrétt til samræmis við prentform ⟨d⟩. Eins og Stefán Pálsson o.fl.
(2012:101) benda á var fyrirmynd Rasks um útlit ⟨ð⟩ greinilega lögun þess
í miðaldahandritum en á þrettándu og fjórtándu öld var d almennt ritað
með bjúglegg, þ.e. ⟨d⟩. Bjarni Thorarensen gagnrýndi þetta bjúgform ⟨ð⟩
í bréfi til Rasks frá 15. september 1828 (Jón Helgason 1986(2):230) og
sagði að það passaði betur við gotneskt letur en latneskt en taldi þó of
seint að breyta því.31
3.3.2 ⟨dt⟩/⟨tt⟩
Annað einkenni stafsetningar Rasks var ritun samhljóðasambanda í lok
hvorugkyns lýsingarorða sem hann skrifaði með ólíkum hætti eftir upp-
runa: ⟨dt⟩ ef það var leitt af /dd + t/, t.d. ⟨sadt⟩ af saddur, en ⟨tt⟩ ef það
var leitt af /ð + t/, t.d. ⟨reitt⟩ af reiður.32 Rask (1830:12) segir um þetta í
Lestrarkverinu: „Þannig er venjuligt at rita dt í staðinn fyrir ddt, þykir það
styttra og nægiliga hart, er hart d og t koma saman, einnig nógu greiniligt,
þegar gætt er að skrifa tt fyrir ðt […].“ Sveinbjörn Egilsson hrósar reglum
Rasks um þetta í bréfi til hans frá 27. febrúar 1831 (í ÍB 94 4to, uppskrift
mín): „Reglurnar um dt […] eru gullfallegar […].“ Aðgreining ⟨dt⟩ og ⟨tt⟩ í
skrift varð eftir þetta nokkuð algeng á nítjándu öld.
Þessi skrifvenja var gagnrýnd í Fjölni ([Konráð Gíslason] 1844:74–75)
og sagt að hún bryti bæði í bága við framburð og uppruna. Halldór Kr.
Friðriksson (1859:176) mælti einnig gegn þessari stafsetningu og sagði að
þótt Rask hefði kennt þessa reglu ýmsum þá heyrðist hljóðið dt ekki í
framburði Íslendinga og ekki væri hægt að heyra það þótt menn reyndu.
Það er athyglisvert að Halldór skyldi hafa talið það nauðsynlegt að rök -
Jóhannes B. Sigtryggsson70
31 Sjá umfjöllun um þetta hjá Stefáni Pálssyni o.fl. (2012:121–122). Konráð Gíslason
(Aðalgeir Kristjánsson 1984:282) benti einnig á það sama.
32 Eggert Ólafsson (Smith 1965:83–84, 1969:237) lagði til að ritað yrði ⟨dt⟩, t.d. ⟨hardt⟩,
í hvorugkynsmyndum orða sem hafa ⟨d⟩ (þ.e. [ð]) í stofni, t.d. ⟨hardur⟩, en annars ⟨tt⟩.