Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 71
styðja það að fylgja Rask þarna ekki og sýnir vel áhrif Rasks á íslenska
stafsetningu enn þá nærri 30 árum eftir dauða hans.
3.3.3 ⟨j⟩ fyrir j í innstöðu
Það var algeng skrifvenja frá upphafi og fram á síðustu aldir að skrifa ⟨i⟩
fyrir /j/ í innstöðu, t.d. ⟨beria⟩ (fyrir berja) (Stefán Karlsson 2000:57).
Notkun ⟨i⟩ í þessari stöðu minnkaði hins vegar og hvarf að mestu á fyrri
hluta nítjándu aldar og táknið ⟨j⟩ var notað í staðinn. Rask hafði örugglega
áhrif á þessa þróun því að hann virðist snemma hafa farið að nota ⟨j⟩
þarna, líklega fyrst í bréfi til Bjarna Thorsteinssonar 27. maí 1817 (sjá
Jakob Benediktsson 1979:10). Áhrif Rasks á þetta stafsetningaratriði sjást
skýrt í tímaritaútgáfu Hins íslenska bókmenntafélags (sjá Tímarit.is). Í
Íslenskum sagnablöðum sem félagið gaf út (tveir árgangar 1817 og 1826) er
/j/ yfirleitt táknað ⟨i⟩, t.d. ⟨hvöria⟩ (1826(6):2) og ⟨siálfri⟩) (1826(6):2),
þótt ⟨j⟩ komi þar einnig fyrir, t.d. ⟨jafnvel⟩ (1826(6):2), ⟨alljafnt⟩ (1826(6):
4). Í yngra tímaritinu Skírni þar sem stafsetningarreglum Rasks var fylgt
nánar var hins vegar nær alltaf ritað ⟨j⟩ í þessari stöðu, sbr. til að mynda
eftirfarandi dæmi í Skírni (1830:1): ⟨Tyrkja⟩, ⟨segja⟩, ⟨viljum⟩.33
3.3.4 ⟨n⟩/⟨nn⟩ í áhersluléttri stöðu
Á fjórtándu öld styttist /nn/ í áhersluléttu atkvæði þótt forn aðgreining
stutts og langs n héldist í sumum handritum fram yfir 1700 (Stefán
Karls son 2000:31, Björn K. Þórólfsson 1925:xxxii, Jón Helgason 1970).
Eggert Ólafsson mælti með því í Réttritabók sinni að í skrift yrði haldið
í aðgreiningu ⟨n⟩ og ⟨nn⟩ í áhersluléttri stöðu eftir uppruna (Smith 1965:
147–151, Stefán Karlsson 2000:60). Rask (1830:60–61) var þó fyrst ur til
að birta skýrar reglur um það hvenær ætti að rita ⟨n⟩ og hvenær ⟨nn⟩.34
Reglum hans var fylgt seinna, til dæmis af Halldóri Kr. Friðrikssyni (1859:
204–208) og síðar. Þetta er því dæmi um stöðlun stafsetningaratriðis hjá
Rask sem fylgt hefur verið eftir það í ritreglum og stafsetningar kennslu.
3.3.5 -r/-ur
Í forníslensku var hljóðfræðilegur munur á -r og -ur í enda orðs (Ari Páll
Kristinsson 1992). Hið síðarnefnda kom til að mynda fyrir í nf./þf.ft. af
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 71
33 Eina dæmið um ⟨i⟩ fyrir /j/ í Skírni 1830 er ⟨þriggia⟩ (47).
34 Sjá Jóhannes L.L. Jóhannsson (1921–1922:123): „Hann kennir að gera hneigingar-
réttan mun á nn og n í niðurlagi tvíatkvæðra orða (er enda á n-hljóði).“