Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 72
veikum kvenkynsorðum (sǫgur af saga), í aukaföllum frændsemisorða
(móður af móðir) og í nokkrum öðrum tilvikum. Annars staðar var -r, t.d.
maðr, fagr, kallaðr.35 Á fjórtándu öld fara að koma fyrir dæmi um inn-
skots-u í orðum þar sem -r var upprunalegt, t.d. fegrð > fegurð, og virðist
það hafa verið orðinn almennur framburður á fyrri hluta fimmtándu aldar
að bera bæði fram upphafleg -r og -ur sem -ur (Stefán Karlsson 2000:27).
Áfram var þó fram eftir öldum oft ritað ⟨r⟩ fyrir bæði upprunalegt -r og -ur
(Stefán Karlsson 2000:58, Björn K. Þórólfsson 1925:xxiv).
Strax í elstu skrifum sínum um íslensku virðist Rask hafa gert sér
nokkuð skýra mynd af upprunalegri dreifingu -r og -ur í forníslensku.
Hann vildi greina á milli þeirra í stafsetningu sinni en misskildi þó sumt.
Jakob Benediktsson (1979:14) hélt því fram að reglur Rasks um þetta
hefðu breyst með útgáfu Lestrarkversins 1830 og að fram að því hefði hann
alls staðar viljað rita ⟨r⟩. Þetta passar hins vegar ekki við dæmi í málfræði
hans frá 1811, t.d. ⟨systur⟩ (þgf.et.) (46), ⟨túngur⟩ (nf.ft.) (47) en hins
vegar ⟨konúngr⟩ (36), ⟨frómr⟩ (69), þar sem ritunin er í samræmi við forna
aðgreiningu þessara hljóða.
Í Lestrarkverinu fjallar Rask (1830:16–18) ítarlega um hvar ætti að rita
⟨ur⟩ fremur en ⟨r⟩ (sjá töflu 2).36
• Í kk. nafnorðum með ö í stofni, t.d. köttur, því að „hljóðstafr fyrsta at -
kvæðis ins lýsir því, að u komi á eftir“. Einnig í öðrum karlkynsnafn-
orðum sem enda í ef.et. á -ar, nf.ft. á -ir eða -r og þf.ft. á -u eða -r, t.d.
fótur, þráður, háttur, sonur, viður. (Hér var -r í forníslensku (kǫttr, fótr).)
• Í kvk. iō-stofnum, t.d. brúður.37 (Hér var -r í forníslensku (brúðr).)
• Í aukaföllum frændsemisorða, t.d. móður (þf./þgf./ef. af móðir). (Hér
var -ur í forníslensku.)
• Í nf./þf.ft. af veikum kvenkynsorðum, t.d. sögur (nf./þf.ft. af saga).38
(Hér var -ur í forníslensku.)
Tafla 2: Meginreglur Rasks (1830:16–18) um hvar ætti að rita ⟨ur⟩.
Jóhannes B. Sigtryggsson72
35 Yfirlit yfir það hvar -ur kom fyrir í forníslensku má til dæmis sjá hjá Jóni Þorkels -
syni (1863).
36 Í umfjöllun um ⟨r⟩ ritar Rask (1830:16, 1832a:11) það með yfirsettri kommu eða
punkti, þ.e. ⟨ṙ⟩, til að tákna að það sé atkvæðisbært.
37 Rask (1830:17): „Einnig í kvennkendum nöfnum, þar sem ur verðr sleppt í þolanda,
fáanda og eganda eintölunnar, t. d. brúð-ur, brúð-i, brúð-ar.“
38 Rask (1830:18): „Í margtölu þeirra nafna, er eintalan enda á -a, -u […].“