Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 73
Rask hefur einnig þekkt til ýmissa annarra tilvika þar sem ritað var ⟨ur⟩ í
fornu máli þótt hann tilgreini þau ekki í Lestrarkverinu. Það sést til að
mynda á dæmum í sænskri útgáfu íslensku málfræðinnar (Rask 1818), t.d.
í nf.et.kvk./nf.ft.hk. af gömlu eignarfornöfnunum, t.d. ⟨ockur⟩ (Rask 1818:
121), í nf.et.kvk. af annar, þ.e. ⟨önnur⟩ (Rask 1818:126), og í nf./þf.ft.hk.
af fjórir, þ.e. ⟨fjögur⟩ (Rask 1818:128) o.s.frv.
Meginröksemdin sem Rask (1830:17) nefnir fyrir almennri ritun ⟨r⟩ í
t.d. kaldr, hafr, dagr o.s.frv. er að u í endingu framkalli u-hljóðvarp (a >
ö), t.d. dögum af dagur, og ef ritað væri ⟨ur⟩ í orðum eins og ⟨kaldur⟩ ætti
það að valda slíku hljóðvarpi, þ.e. ⟨köldur⟩.
Skoðanir Rasks á þessu stafsetningaratriði virðast hafa breyst undir
lok ævi hans. Í bréfi til Sveinbjarnar Egils sonar frá 27. september 1832
segir Rask (1941(2):269–270) að líklega sé rétt að rita alltaf ⟨ur⟩ í nútíma-
stafsetningu. Honum þykja þungvæg rök fyrir því vera sú staðreynd að
skáldin geri ekki lengur mun í kvæðum á upprunalegu ⟨r⟩ og ⟨ur⟩.39
Ýmsir aðrir á nítjándu öld reyndu að gera greinarmun á ⟨r⟩ og ⟨ur⟩ í
stafsetningu. Þetta var til dæmis einkenni á stafsetningu Jóns Þorkels -
sonar rektors á seinni hluta aldarinnar (Jóhannes B. Sigtryggsson 2017:
161–162) og hann skrifaði bækling um þessa aðgreiningu í fornu máli
(Jón Þorkelsson 1863).
3.3.6 Notkunarsvið ⟨z⟩ fest í sessi
Táknið ⟨z⟩ var notað frá elstu tíð í íslenskum handritum fyrir /ts/, sem
komið var frá /t(t), d(d), ð/ + /s/, t.d. ⟨hanzki⟩, og í hljóðasamböndunum
/lls, nns/, t.d. ⟨kol(l)z⟩, ef.et. af kollr, en einnig fyrir /st/ í efsta stigi
lýsingarorða og miðmynd, t.d. ⟨kallaz(t)⟩ (Stefán Karlsson 2000:29–30,
39, 51). Fyrsti málfræðingurinn taldi táknið ⟨z⟩ þó óþarft (Hreinn Bene -
diktsson 1972:97–98). Á seinni öldum breyttist notkunin og á sautjándu
öld höfðu flestir hætt að nota ⟨z⟩ reglulega nema í erlendum nöfnum og
tökuorðum, t.d. ⟨gotz⟩ fyrir góss (Stefán Karlsson 2000:59).
Eggert Ólafsson mælti með notkun ⟨z⟩ í Réttritabókinni (Smith 1965:
233–242) en eingöngu fyrir -st í miðmyndarendingum sagna, t.d. ⟨hittaz⟩
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 73
39 Rask (1941(2):270): „[…] at der i nu brugelig Islandsk overalt må skrives ur, aldrig
r, da det hos Skaldene altid danner en egen Stavelse. I gamle Dage svarede den Halvlyd,
der høres foran r, aldeles til det hebr. Shva mobile; i nyere Tider er den bleven til en virkelig
Selvlyd.“ Rask (1941(2):256) hafði einnig minnst á þetta í öðru bréfi til Sveinbjarnar 4. maí
1831: „[…] når Forskjellen på r og ur alligevel er aldeles forsvunden af det nyere Sprog.“ Sjá
einnig Jakob Benediktsson (1979:15).