Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 74
(fyrir hittast). Í miðmynd hafði ⟨z⟩ verið hin almenna mynd á seinni hluta
þrettándu aldar og á fjórtándu öld. Síðar urðu myndir eins og ⟨zt⟩, ⟨zst⟩
algengari og enn síðar ⟨st⟩ (Stefán Karlsson 2000:39). Að nota ⟨z⟩ til að
tákna miðmyndarendinguna var því fyrnska hjá Eggerti og studd ist ekki
við skriftarhefð á seinni öldum. Fáir virðast hafa fylgt fordæmi Eggerts
um þessa ritun og Rask skrifaði miðmyndarendinguna ⟨st⟩ í samræmi við
framburð og venju.
Rask (1811:10) minnist aðeins stuttlega á ⟨z⟩ í upphaflegri gerð ís -
lenskrar málfræði sinnar og er ekki með skýrar reglur um ritun hennar. Í
sænskri útgáfu málfræðinnar talar Rask (1818:24–28) hins vegar ítarlega
um notkun ⟨z⟩ í nútímastafsetningu. Í stuttu máli vildi hann nota hana til
að tákna tannhljóð + /s/ þar sem tannhljóðið heyrðist ekki lengur í fram-
burði. Þetta á bæði við um nafnorð, t.d. ⟨hanzki⟩ (hand- (sbr. hönd) + -ski),
⟨vizka⟩ (vit- + -ska), og miðmynd sagna og sagnbót þar sem upphaflega
hafði verið tannhljóð, t.d. ⟨hafa kallazt⟩ (kallað + -st) (sjá töflu 3). Rask
(1818:27) nefnir að með þessum reglum sé hægt að greina á milli orð -
mynda þar sem tannhljóð á undan /s/ sé greinilegt í framburði, t.d. leiðst,
og annarra þar sem það heyrist ekki, t.d. ⟨sézt⟩.
• Í stofni orða þar sem upphaflega hafði verið tannhljóð + /s/, þ.e. /tts/,
/ts/, /ds/, /ðs/, t.d. vizka (af vitur), gæzka (af góður).40
• Í 2.p.ft. miðm. af sögnum, t.d. þið elskizt (elskið + st).
• Í sagnbót, t.d. (hefur) tekizt (tekið + st), sýnzt (sýnt + st), sezt (sett + st).
Tafla 3: Reglur Rasks um ritun ⟨z⟩.
Annars staðar þar sem ⟨z⟩ hafði stundum verið rituð í sögu íslensks rit-
máls mælti Rask (1818:25–26) á móti því að hún yrði notuð. Hann sagði
til dæmis að engin ástæða væri til að nota ⟨z⟩ í efsta stigi lýsingarorða, t.d.
⟨harðaztr⟩, og í sagnmyndum eins og ⟨þú fæzt⟩ (af so. fá). Hann nefndi
einnig að það að rita ⟨z⟩ fyrir eldra /rs/, t.d. ⟨foz⟩ (fyrir foss < fors), væri
úrelt ritun. Rask (1818:26) mælti einnig gegn því að ⟨z⟩ yrði rituð í eignar -
fallsendingum orða með /d/, /t/, /ll/ í stofni eins og hafði verið almenn
ritun í forníslensku, t.d. ⟨landz⟩, ⟨hestz⟩, ⟨allz⟩ (ef.et. af land, hestur, allur)
(Stefán Karlsson 2000:29–30). Í Lestrarkverinu fjallar Rask (1830:35)
aðeins stuttlega um ritun ⟨z⟩ í orðum eins og gæzka og vonzka en minnist
Jóhannes B. Sigtryggsson74
40 Rask (1818:26) segir að með því að nota ⟨z⟩ í orðum eins og ⟨hanzki⟩, ⟨vizka⟩ sé kom-
ist hjá orðmyndum eins og ⟨íslendskt⟩, ⟨eldstr⟩ eða ⟨elldstr⟩: „[…] och det just der många
sammanstötande konsonanter annars skulle gifva språket ett barbariskt utseende […]“.