Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 75
ekki á notkun hennar í sagnendingum. Fjölmörg dæmi er þó að finna í
ritinu um slíkar myndir, t.d. ⟨lagzt⟩ (11) og ⟨gjörzt⟩ (14).
Rask kom því skikki á notkun ⟨z⟩ í íslenskri stafsetningu. Hann lagði
áherslu á að hún yrði notuð í nafnorðum og sögnum til að tákna uppruna-
leg tannhljóð í stofni á undan /s/ en talaði gegn notkun hennar í öðru skyni.
Halldór Kr. Friðriksson (1859:183–187) fylgdi að mestu reglum Rasks
um ritun ⟨z⟩ sem settar voru fram í sænskri útgáfu íslenskrar málfræði hans
(Rask 1818) og í Lestrarkverinu (Rask 1830). Þar er þó sá munur á að
Halldór (1859:184) ritaði ⟨tzt⟩ þar sem /tt/ var í stofni í sagnbót (t.d. ⟨setzt⟩)
en Rask hafði þótt nægilegt að rita ⟨zt⟩, sjá t.d. Rask (1818:163): ⟨sezt⟩.
Reglur Rasks urðu grunnur opinberra stafsetningarreglna um ritun ⟨z⟩
sem giltu frá 1929–1973 fyrir utan að fylgt var reglu Halldórs um ritun ⟨tzt⟩.
Í opinberum stafsetningarreglum frá 1918–1929 var ⟨z⟩ þó ekki notuð og
hún var síðan endanlega lögð niður árið 1973 (Auglýsing um afnám Z).
3.3.7 Táknun framgómmæltra samhljóða
Á fjórtándu öld var farið að tákna í stafsetningu framgómmælt lokhljóð (k
[cʰ], g [c]) ⟨ki⟩ og ⟨gi⟩ á undan æ, t.d. ⟨kiær⟩, og ö (< /ø/), t.d. ⟨giora⟩. Slík
ritun varð algeng á fimmtándu öld og síðar og þá var einnig farið að rita
⟨i⟩ á undan e, t.d. ⟨giefa⟩, ⟨kiemur⟩ (Stefán Karlsson 2000:51, 55).
Rask lagði til að framgómmælt k og g yrðu rituð ⟨g⟩ og ⟨k⟩ en ekki
⟨ki⟩/⟨kj⟩ og ⟨gi⟩/⟨gj⟩ á undan e og æ, t.d. ⟨gefa⟩, ⟨kemur⟩, ⟨kær⟩.41 Ástæðan
sem Rask tilgreindi fyrir því að sleppa ⟨j⟩ var hljóðkerfisleg. Hann sýndi
fram á að það væri óþarft því að eingöngu framgómmælt lokhljóð kæmu
fyrir á undan frammæltum sérhljóðum nema á undan /ö/ (sbr. kör/kjör).42
Munurinn á framgómmæltum og uppgómmæltum lokhljóðum væri því
almennt hlutleystur í þessu umhverfi. Rask (1818:21) minnist á þetta í
sænskri útgáfu íslenskrar málfræði sinnar og segir: „[S]kulle det bli allde-
les öfverflödigt och onyttigt att skjuta in j, emedan g och k här alltid hafva
det lena ljudet af gj, kj i Danska“.
Tillögur Rasks um táknun framgómmæltra lokhljóða í íslensku urðu
grunnur síðari stafsetningartillagna.43
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 75
41 Í stafsetningartillögum sínum fyrir dönsku lagði Rask til að ⟨j⟩ yrði ritað á eftir k og
g á undan e, t.d. gjemme, Kjende, en ekki á undan æ og ø, t.d. kær, gøre enda er þar ekki fram-
gómun. Sjá Jacobsen (2010:358).
42 Framgómun á undan æ [ai(ː)] á sér sögulegar rætur enda er það ekki frammælt í
nútímamáli.
43 Hörð gagnrýni á þær kom fram í Fjölni ([Konráð Gíslason] 1836:32–37).