Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 77
notkun latnesks leturs fyrir dönsku (Jacobsen 2010:355–356, Bjerrum 1959:
178–179).
Í bréfi til Gríms Jónssonar frá 28. september 1817 (í NKS 3268 IV
4to) segir Rask (uppskrift mín) um latneskt letur að það sé „snotrara, rètt-
ara í sjálfu sèr, almennara og þad sem lærðustu Jsl. á öllum öldum hafa
viljað hafa“. Rask mælir einnig með því í Lestrarkverinu (Rask 1830:3–4,
49–50) og óútgefna handritinu NKS 149 c107 4to og segir til að mynda í
því síðarnefnda (29v, uppskrift mín): „Þannig fer það latínska, dag fra
degi að verða almennara hjá öllum siðuðum þjóðum, en það gotneska að
gánga úr móð víðast hvar.“ Líklegt er að Rask hafi beitt áhrifum sínum á
það að tímarit Bókmenntafélagsins, fyrst Íslenzk sagnablöð (1817–1826)
og síðan Skírnir (1827–) og önnur útgáfurit þess, voru prentuð með lat-
nesku letri en ekki gotnesku.
3.4.2 Einföldun stafrófs og ónauðsynlegir stafir
Rask vildi leggja niður nokkra stafi í íslenska stafrófinu sem hann taldi
óþarfa. Skýrast fjallar hann um þetta í Lestrarkverinu (Rask 1830:36–37)
þar sem hann segir að táknin ⟨c⟩ og ⟨q⟩ séu mest notuð í stafasamböndun-
um ⟨qv⟩, ⟨qu⟩ og ⟨ck⟩ og að nota megi í stað þeirra ⟨kv⟩, ⟨k⟩ og ⟨kk⟩: „Q
er eins óþarfr latínskr stafr, og jafnvel skaðligr í norrænu; þar hann eins
og felr uppruna orðanna […] þykir því rèttast að Íslenskir einnig brúki k
allstaðar, en sleppi c og q að öllu leiti.“44 Í sænskri gerð málfræði Rasks
(1818:24) segir hann að ⟨qv⟩ nýtist hvorki sem upprunatáknun né sem
skammstöfun og flæki aðeins stafsetninguna.
Í stafsetningarhandriti Rasks, NKS 149 c107 4to, er einnig stutt grein
um stafinn ⟨q⟩ og hversu óþarfur hann er í íslensku. Þar segir í upphafi
(31r, uppskrift mín): „Q er að öllu leiti ónýtr bókstafr í Íslenzku, eða heldr
skaðligr.“ Rask var um þetta sammála höfundi Fyrstu málfræðiritgerðar-
innar. Sá vildi hins vegar ólíkt Rask frekar nota ⟨c⟩ en ⟨k⟩ og einnig ⟨x⟩ og
⟨z⟩ (Stefán Karlsson 2000:47, Hreinn Benediktsson 1972:91–92, 234).
Rask (1830:13) fjallar einnig um annan staf sem hugsanlega sé óþarf-
ur, þ.e. ⟨x⟩. Hann segir þar að orð eins og lax, vax, sex, uxu, texti, öxl megi
allt eins rita með ⟨ks⟩ (t.d. ⟨laks⟩) en líst ekki vel á að rita þau með ⟨gs⟩
(t.d. ⟨lags⟩) „þareð þetta yrði allopt tvírætt“. Rask segir því að nota mætti
⟨ks⟩ í staðinn fyrir ⟨x⟩ en leggur hins vegar ekki áherslu á að það verði
gert. Þetta rímar við það sem stendur í Fyrstu málfræðiritgerðinni um að
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 77
44 Sjá einnig Rask (1830:10) og Jakob Benediktsson (1979:12).