Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 120
helgar. Þá er merkingin hliðstæð búa til, skapa það sem andlag forsetning-
arinnar vísar til, stundum líka efna til, halda. Verknaðurinn, þ.e. athöfnin
sjálf, er meðvitaður, tekur afmarkaðan tíma og hefur endapunkt sem felst
í niðurstöðinni; jafnvel mætti segja að verknaðurinn hlutgerist. Sögnin er
athafnarsögn (sjá umræðu um slíkar sagnir hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni
2005:493–495). Nafnorðið í forsetningarliðnum, sem er oft eitthvað matar -
kyns, ber því vitni, t.d. er hent í pönnukökur eða pottrétt; annað er list-
ræns eðlis eins og popplag eða lopapeysa. Meira að segja er hent í barn.
En fleira kemur til enda er t.d. talað um að henda í mark í fótbolta enda
þótt hendurnar komi ekki við sögu og hent er í viðburði eins og t.d. partí
eða uppistand.
Um þetta sem hér hefur verið nefnt og ýmislegt fleira verður fjallað í
því sem fer á eftir. Byrjað verður á því að kynna dæmin, flokkuð eftir efni,
í öðrum kafla. Í þriðja kafla verður nánar hugað að nokkrum mál fræði -
legum og merkingarlegum atriðum sem einkenna viðfangsefnið. Í fjórða
og síðasta kafla eru lokaorð þar sem efnið verður dregið saman og niður -
stöður túlkaðar, m.a. í ljósi ýmissa hliðstæðna sem finna má meðal ann-
arra sagna. Rætt verður um aldur dæmanna og í því sambandi heimildirnar
um þau. Einnig verður lítillega vikið að hlut kvenna í þeim. Segja má að
ýmislegt hnýsilegt komi í ljós þegar viðfangsefnið er skoðað nánar.
2. Dæmi um henda í e-ð
Hér á eftir verður gerð grein fyrir notkun henda í e-ð með nafnorðum af
ýmsum merkingarflokkum. Dæmunum verður raðað eftir flokkum; í
sum um tilvikum er flokkunin þó ekki hafin yfir vafa. Flokkarnir gætu
raunar verið fleiri enda gróskan mikil. Dæmasafnið er að mestu sótt af
Tímarit.is og úr Risamálheildinni. Mörg dæmanna hafa fundist með hjálp
leitarvélarinnar Google. Í nokkur skipti er vísað til Ritmálssafns Orðabókar
Háskólans. Dæmi eru líka úr Íslensku textasafni Árnastofnunar. Stundum
finnst sama dæmið í fleiri en einni heimild. Dæmin í greininni eru stafrétt
en feitletranir greinarhöfundar.3
Margrét Jónsdóttir120
3 Sú notkun henda í e-ð sem hér verður til umræðu á sér hliðstæðu meðal annarra
sagna. Þetta eru sagnirnar skella, slá, sletta og vippa, allar með í og þolfalli. Í flestum tilvik-
um er andlag forsetningarinnar eitthvað matarkyns en einnig viðburðir. Eftirfarandi dæmi
sameinar þetta hvort tveggja.
(i) Um kvöldið slógu þau í pönnukökur og spil.
(Pétur Gunnarsson 1979/Ritmálssafn Orðabókar Háskólans)
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er dæmi frá 1967 (frá Laxness) sem gæti bent til þess
að t.d. slá í e-ð væri jafnvel eldra en hin samböndin.