Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 121
2.1 Um mat og eldamennsku
Eins og fram hefur komið er notkun henda í e-ð mjög tengd mat. Dæmin
hér á eftir sýna það. Þar koma fiskbollur, lasanja og sörur við sögu.
(2) a. Bolludagurinn er næstkomandi mánudag og því væntanlega ein-
hverjir sem […] henda í fiskibollur í dag.
(Bylgjan 2012/Risamálheildin)
b. ætla henda í kjúklingalasagna í tilefni þess í kvöld
(twitter.com 2012/Risamálheildin)
c. Desember gengin í garð og því tilvalið að henda í nokkrar sörur.
(lady.is 2019/Google (mars 2023))
Fleira má nefna, t.d. súpur og salöt, hristing og vöfflur. Það votta dæmi
sem finnast í rafrænu söfnunum. En líklega eru það blessaðar pönnukök-
urnar sem oftar en annað matarkyns ber á góma, sbr. einnig dæmið í upp-
hafi greinarinnar.
(3) a. […] hún […] fór létt með að henda í pönnukökur […]
(Morgunblaðið 21. júní 2008, bls. 34/Tímarit.is)
b. Þú ert alltaf vinsæli aðilinn á heimilinu ef þú hendir í pönnukökur
um helgar – það er bara staðreynd. (mbl.is 2018/Risamálheildin)
c. Að henda í pönnukökur eða steikja ýsu í raspi er það sem ég hafði
mest gaman af.
(Fréttablaðið 26. nóv. 2022, ALLT, bls. 4 /Tímarit.is)
Í (2) og (3) hér að ofan vísar nafnorðið í forsetningarliðnum alltaf til ein-
hvers matarkyns. Hið sama á líka við um næsta dæmi um henda í deig.
(4) Nú og ef amma lumaði ekki á pönnsum […] eða öðru góðgæti, þá
var bara hent í deig á miðju eldhúsborðinu og málinu reddað.
(Morgunblaðið 13. sept. 2014, bls. 38/Tímarit.is)
Oftsinnis er talað um að henda í ofn, form eða pott svo að dæmi séu tekin.
Sem áður er vísað til athafnar, sbr. dæmin í (5).4 Athyglisvert er orðalagið
Að henda í pönnukökur, brúðkaup og börn 121
4 Nafnorðið er hlutur í dæmunum í (5). Í dæmi frá 1987 um henda í pottana er merk-
ingin þó ekki alveg ótvíræð. En líklegast er að verið sé að vísa til verksins sjálfs eða undir-
búnings þess:
(i) Þar er engu „bara hent“ í pottana. Ó nei, þar er sko tveggja tíma undirbúningur
við að flysja, brytja, skera niður grænmeti og hreinsa salöt.
(Morgunblaðið 27. september 1987, bls. 38/Tímarit.is)