Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 123
2.3 Um textasmíð, sköpun og viðburði
Dæmi eru um að hent sé í ritað orð, þ.e. texti sé smíðaður. Hér koma tvö
dæmi.
(7) a. Svo var hent í texta og hann var tilbúinn korteri áður en söngurinn
var tekinn upp.
(Morgunblaðið 29. október 2000, bls. B 35/Tímarit.is)
b. […] Hjálmar […] henti í hringhendu af því tilefni.
(Dagblaðið Vísir – DV 17.–19. nóvember 2015, bls. 14/Tímarit.is)
Það er ekki aðeins textasmíð sem kemur við sögu heldur margs konar
önnur listræn sköpun. Þetta má sjá í (8). Í (8a) er það tónsmíð og í (8b)
gæti hvort tveggja átt við, tónsmíð eða spilun. Í tveimur síðustu dæmun-
um, (8c og 8d), hefur sköpunin hlutgerst.
(8) a. Þá áttum við tveir þetta lag […] svo þegar ég var að fara að henda í
lag fyrir ferðina dró hann það upp.
(Morgunblaðið 3. desember 2015, bls. 82/Tímarit.is)
b. Henda í eitt og eitt Sigur Rósar-riff til að gleðja álfaáhugamennina.
(dv.is 2015/Risamálheildin)
c. Henti í lopapeysu úr afgöngum af plötulopa.
(facebook.com 2019/Google (mars 2023))
d. Tilvalið að henda í ullarslár í þessari lægðarsúpu.
(facebook.com 2022/Google (mars 2023))
Í (9) eru sýnd fleiri dæmi af svipuðum toga. Merking þeirra, t.d. (9c), er
ekki alveg einhlít. Líklega er þó frekar verið að tala um viðburðinn en um
sköpunina sjálfa.
(9) a. Fyrst þarf ég þó að henda í einn Popppunkts-þátt. Já, það verður
einn auka Popppunktur á sunnudaginn.
(Almennt blogg á Vefnum 2002/Íslenskt textasafn)
b. Sveitin ætlar að henda í tónleika í kvöld af þessu tilefni á Grand
Rokk […] (Morgunblaðið 7. janúar 2010, bls. 44/Tímarit.is)
c. Eftir hann kemur Björn Bragi og ætlar að […] henda í uppistand.
(Dagblaðið Vísir – DV 11.–14. desember 2015, bls. 4/Tímarit.is)
Í næstu dæmum er viðburðarmerkingin þó ótvíræð.
(10) a. Ég gerði ekkert meira í tilefni dagsins en það er aldrei að vita
hvort maður hendi í veislu eftir tímabilið […]
(fótbolti.net 2014/Risamálheildin)
Að henda í pönnukökur, brúðkaup og börn 123