Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 125
að frumlag þolmyndarsetningarinnar er í nefnifalli en ekki í þágufalli eins
og við væri að búast með sögninni henda).
(12) Hland og aska’ er hent í graut …
(Ólafur Davíðsson Íslenzkar þulur og þjóðkvæði
1903, bls. 305/Íslenskt textasafn)
Það er ávallt erfitt að skera úr um raunverulegan aldur einhvers orðs eða
orðalags. Skrifaðar heimildir upplýsa okkur aðeins um fyrstu birtingu en
ekki raunverulegan aldur. Í lokakafla verður fjallað nánar um þessi mál.
3. Sitthvað um málfræði og merkingu
Ýmis dæmi eru um setningagerðina henda e-u í e-ð, þ.e.a.s. með beinu and-
lagi auk forsetningarliðarins. Í (13) eru sýnd fjögur dæmi um hana (sbr.
einnig dæmi (5a) og athugasemd þar um). Áherslan liggur á útkomunni,
matnum sjálfum.
(13) a. Afganir sjóða líka einskonar kjötsúpu […] Þá er brotið brauð og
hent í súpuna, svo úr þessu verður mauk.
(Morgunblaðið 19. október 2003, bls. 11/Tímarit.is)
b. […] þú gast bara hent einhverju í skál og út úr því komu heimsins
bestu vöfflur. (Morgunblaðið 11. febrúar 2005, bls. 42/Tímarit.is)
c. Ég […] fékk svo að henda grænmeti í ofninn hjá nágranna mínum
[...] (Morgunblaðið 10. ágúst 2014, Sunnudagur, bls. 30/Tímarit.is)
d. Voru guðslifandi fegin í hvert skipti sem þau náðu að henda pasta
í pott og borða með tómatsósu. (dv.is 2018/Risamálheildin)
Að breyttu breytanda bendir allt til þess að dæmi með beinu andlagi sem
eru merkingarlega hliðstæð sambandinu henda í e-ð séu ekki mörg og öll
eru þau nýleg. Þess má geta að ekkert dæmi hefur fundist um að henda e-u
í pönnukökur. Eins og fram hefur komið eru dæmi um að henda í pönnu-
kökur fjölmörg. Alveg má ímynda sér að í stað þess að tala um að henda
efni í þær hafi andlaginu verið sleppt og þá hafi notkunarsvið sagnarinnar
breyst á þann hátt sem lýst hefur verið.
Í dæmi (6a) í kafla 2.2 er sagt frá því að hent hafi verið í sigurmark þar
sem merking nafnorðsins er ʻþað að koma bolta í mark’ og setningin lýsir
því að mark hafi verið skorað, þ.e. „búið til“. Nafnorðið er þar greinislaust
eins og nánast alltaf þegar merkingin er sambærileg, sbr. líka önnur dæmi
í 2. kafla og umræðu þar. Í dæmunum í (14) er staðan á hinn bóginn
önnur. Þar er orðið mark ákveðið og merkingin er hlutlæg, þ.e. orðið vísar
Að henda í pönnukökur, brúðkaup og börn 125