Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 126
til netsins sem skotið er í. Setningin er í þolmynd og áherslan er á þoland-
ann, í báðum tilvikum hefur einhverju(m) verið hent vísvitandi á tiltekinn
stað, þ.e. í markið.7
(14) a. „[…] það vantaði markvörð. Úr varð að mér var hent í markið […],“
sagði Dröfn.
(Morgunblaðið 27. nóvember 2012, Íþróttir, bls. 1/Tímarit.is)
b. Þetta á oftast við um þessi skot þegar boltanum var vísvitandi
hent í höndina og aðeins þá hent í markið.
(1xmatch.com 2021/Google (mars 2023))
Hlutverk greinisins í næstu dæmum er athyglisvert. Í (15a), þar sem nafn-
orðið er greinislaust, er merkingin sú að búið sé að mynda lið. Það síðara,
(15b), er af öðrum toga. Samhengið segir okkur að þarna hafi peningum
verið safnað og þeim varið til að greiða liðsmönnunum. Væri orðið grein-
islaust gæti merkingin verið sú sama og í fyrra dæminu, þ.e. að búa til lið.
(15) a. Bjarki […] er búinn að henda í lið.
(fótbolti.net 2016/Risamálheildin)
b. Aðalmálið virðist hafa verið lengi að öngla saman peningum til að
henda í liðið. (mbl.is 2015/Risamálheildin)
Umræðan í þriðja kafla hefur annars vegar snúist um hlutverk beina and-
lagsins með henda, sbr. dæmin í (13), hins vegar um hlutverk greinisins,
sbr. dæmin í (14) og (15). Dæmin sýna glöggt að henda í e-ð getur merkt
hið sama og kasta í e-ð og merkingin getur verið hliðstæða við búa e-ð til,
skapa e-ð. Jafnframt sýna dæmin að greinirinn getur skipt máli fyrir heildar -
merkinguna.
Í inngangskafla var á það minnst að eftir því sem næst yrði komist
væru engar heimildir í orðabókum eða orðasöfnum um henda í e-ð í sömu
merkingu og búa e-ð til, skapa e-ð, efna til e-s. Því má geta sér til um að
henda hafi aukist að merkingu og notkunarsviðið hafi víkkað.8
4. Lokaorð
Í umræðunni um henda í e-ð hér á undan hefur megináhersla verið lögð á
merkingu og notkun sambandsins á grundvelli valinna notkunardæma. Þar
var m.a. minnst á hlutverk greinisins sem getur skipt máli fyrir merk inguna.
Margrét Jónsdóttir126
7 Dæmið í (14b) gæti hugsanlega verið tölvuþýðing.
8 Um aukna og þrengri merkingu má t.d. lesa hjá Campbell (2020:120–122).