Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 127
Aldur dæmanna hefur einnig verið nefndur og í því sambandi lítil lega rætt
um í hvers konar málsniði henda í e-ð sé notað og þar með þær aðstæður sem
skilyrða málnotkunina. Þetta og fleira verður gert að umtals efni hér á eftir.
Sögnin henda tilheyrir elsta orðaforða íslensku og um hana er ríkuleg-
ur dæmafjöldi í orðabókum og orðasöfnum um íslensku. Í eldri og yngri
heimildum sést á hve fjölbreyttan hátt sögnin hefur verið og er notuð.
Dæmi um henda í e-ð eru flest mjög ung, að undanskildu sautjándu aldar
dæminu í (12). Orðasambandið kann þó að vera eldra og gæti hafa verið
notað í talmáli þótt engin dæmi séu í Talmálssafni Orðabókar Háskólans.
Í því sambandi má t.d. vísa til dæmis (5) og dæma í neðanmálsgrein 4; þar
hefur þótt við hæfi að sýna varkárni með orðalagi eða gæsalöppum í rituð -
um texta. En hér verður að hafa í huga að skjalfest dæmi segja kannski
aðeins hálfa söguna um útbreiðslu og aldur. Það getur t.d. verið tilviljun-
um háð hvenær orð birtist fyrst á prenti (sbr. einnig umræðu hjá Ellerti
Þór Jóhannssyni og Jóhannesi B. Sigtryggssyni 2023:173–174 um ýmis-
legt af sama toga).
Eitt af því sem athuga þarf þegar meta á atriði á borð við aldur og
fjölda dæma varðar textana, magn þeirra og eðli.9 Fjöldi ungra dæma teng -
ist án efa betra aðgengi en fyrr að miðlum af ýmsum toga, ekki síst sam-
félagsmiðlum. Málfar sem e.t.v. hefði vart þótt við hæfi áður er óhikað
notað nú. Allt er þetta samofið og ýmis dæmanna votta það raunar. Hér
verða aðeins nefnd af handahófi dæmi með henda í e-ð um Sigur Rósar-
riff (8b), popppunktsþátt (9a), hjólastólarall og koppafleytingar (10b) og
barn (11b). Hið sama má segja um ýmis dæmi úr viðtölum sem eru tal-
málsleg þótt þau séu úr rituðum texta. Í ljósi hefðarinnar er líklegra að
karlar séu í aðalhlutverki þegar um íþróttir er að ræða. En um leið er hollt
að minnast þess að tímarnir hafa breyst.
Uppspretturnar eru þó fleiri enda er dæmi líka að finna í formlegum
textum. Í minningargreinum er mikinn fjársjóð um málfar af ýmsu tagi
að finna, jafn formlegt sem óformlegt. Slíkum greinum hefur fjölgað mjög
hin seinni ár, eins og t.d. fram kemur hjá Guðrúnu Ólu Jónsdóttur (2014:
10).
Eins og við er að búast, án þess þó að sannað verði með tölum, virðist
vera að konur komi oft við sögu þegar fjallað er um matargerð með henda
í e-ð. Hér kemur dæmi.
Að henda í pönnukökur, brúðkaup og börn 127
9 Svo dæmi sé tekið þá eru textar í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá síðari öldum
ekki aðeins miklu fleiri en frá þeim fyrri heldur líka fjölbreyttari. Um textategundir og
fjölda eftir öldum má fræðast hjá Ástu Svavarsdóttur o.fl. (1993:3).