Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 128
(16) Pönnukökugerð varstu snillingur í, ekki lengi að henda í pönnu-
kökudeig meðan maður var hjá þér í heimsókn, þetta þekkja allir.
(mbl.is 2020/Google (mars 2023))
Hér skrifar kona minningargrein um kynsystur sína. Það sama á t.d. við
um dæmið í upphafi greinarinnar en líka dæmi (3a, b), (5) og (13b), öll
með henda í e-ð. Þau eru öll úr greinum um ömmur og frænku og höfund-
arnir eru barnabörn (oftar en ekki kvenkyns) eða frænkur.10 Flest bendir
til þess að þetta sé heimur kvenna. Karlar eru hins vegar líklegri til að hafa
verið í aðalhlutverki þegar um íþróttir er að ræða, eins og áður var getið.
Margt af því sem hér hefur verið rætt varðar málsnið textanna en með
því er vísað til málnotkunaraðstæðna og textategunda (sbr. t.d. umræðu
hjá Ara Páli Kristinssyni 2017:190–191 o.v.). Nú er t.d. mjög oft talað um
mat og neyslu hans í tengslum við aðstæður eða upplifun. Það á við í báð -
um dæmunum hér á eftir. Fyrra dæmið er úr dæmigerðum nettexta en það
síðara, raunar með skella í e-ð, er tekið af matarvef fyrirtækis nokkurs. Í
því ljósi er orðalagið e.t.v. hversdagslegra en hefði mátt ætla.
(17) a. Ég var hinsvegar svo ánægð að það hefði einhver verið dreginn
hingað heim að ég henti í pönnukökur og það með súkkulaði.
(skritin.is 2014/Google (mars 2023))
b. […] því það gerist eiginlega ekki betra en að skella í pönnukökur
með sunnudagskaffinu eða fyrir veisluhöld af hvaða tagi sem er.
(gottimatinn.is/Google (mars 2023))
Á hinn bóginn hefur greinarhöfundur ekki fundið dæmi þess að talað sé
um að henda í pönnukökur eða annað matarkyns í hefðbundnum matreiðslu-
bókum. Hið sama á við um aðrar þær sagnir sem minnst hefur verið á.
Spyrja má hvernig sú merking eða þær merkingar sem fjallað hefur
verið um hafi orðið til. Sjálfsagt er vænlegast að gera ráð fyrir því að um
sé að ræða einhvers konar breytingu sem hafi gerst án utanaðkomandi
áhrifa. Sé dæmi tekið af pönnukökunum góðu þá má segja, eins og fram
kom í 3. kafla, að í stað þess að tala um að henda efni í þær hafi andlaginu
verið sleppt og þá hafi notkunarsviðið breyst. Erlendar fyrirmyndir gætu
Margrét Jónsdóttir128
10 Um minningargreinar og efni þeirra má m.a. lesa í grein eftir Guðrúnu Egilson frá
árinu 2000. Það segir okkur að umræðan um pönnukökur í slíkum greinum er ekki alveg
ný af nálinni.
„Ég hef hótað barnabörnunum mínum að ganga aftur ef þau skrifa mér bréf í Moggann
og þakka fyrir pönnukökurnar mínar þegar ég er dáin,“ segir gömul vinkona mín.
(Lesbók Morgunblaðsins 23. september 2000, bls. 3/Tímarit.is)