Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 232
Íslenskt mál 45 (2023), 232–238. © 2023 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
Þorvaldur Friðriksson. 2022. Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu.
Sögur útgáfa, Reykjavík. 207 bls.
Keltar hafa ávallt vakið forvitni og áhuga Íslendinga jafnt sem margra annarra
þannig að það var ekki að undra að bókin Keltar – áhrif á íslenska tungu og menn-
ingu yrði ein vinsælasta bókin sem var gefin út árið 2022. Bókin kom út rétt áður
en jólabókaflóðið hófst og var í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins vikuna
fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá Bókabúð Forlagsins (Forlagið). Einnig fékk
hún Bóksalaverðlaunin 2022 þar sem starfsfólk bókaverslana velur uppáhalds-
bækur sínar úr jólabókaflóðinu.1 Bókin er fallega innbundin með forsíðu skreytta
keltnesku fléttuverki og myndi sóma sér sem stofustáss á hvaða sófaborði sem er.
Vinsældir bókarinnar og fallegt útlit segja þó ekki endilega mikið um fræðilegt
gildi hennar.
Höfundurinn, Þorvaldur Friðriksson, hefur um margra ára skeið haft áhuga
á tengslum Íslands og Írlands á landnámsöld og mun hafa unnið að þessari bók í
meira en áratug. Þess væri óskandi að afraksturinn endurspeglaði tímann og
vinn una sem varið hefur verið til verksins en það gerir hann því miður ekki. Ritið
rís tæplega undir nafni sem fræðibók og er afar óheppilegur texti sem kynning á
þessum fræðum fyrir áhugasama leikmenn.
Orðið Keltar í titli bókarinnar er til þess fallið að fanga athygli áhugasamra
lesenda á fræðigrein sem hefur verið frekar óaðgengileg íslenskum almenningi.
Endrum og sinnum hafa birst greinar sem minnast á tengsl milli Írlands og
Íslands á landnámsöld, þ.e. á seinni hluta níundu aldar. Áhugi á uppruna fyrstu
íbúa Íslands hefur löngum verið mikill en óhætt er að fullyrða að hann hafi aukist
til muna þegar rannsókn á erfðamengi Íslendinga var birt árið 2000 (Agnar Helga -
son o.fl. 2000) þar sem niðurstöðurnar gáfu til kynna að stór hluti landnáms-
kvenna Íslands hefði komið frá Bretlandseyjum. Þetta var nóg til að halda áhug -
anum vakandi um árabil.
Fræðimenn hafa löngum tekist á um mögulegan fjölda írskumælandi land-
námsfólks á Íslandi. Sumir halda því fram að það hafi ekki verið mjög margt en
aðrir staðhæfa að fjöldi þess hafi verið stórlega vanmetinn. Í bók sinni fullyrðir
Þorvaldur að Keltar, aðallega frá Írlandi en einnig frá öðrum stöðum á Bret lands -
eyjum sem tilheyrðu keltnesku málsvæði, hafi átt mun stærri hlutdeild í landnámi
Íslands en hingað til hefur verið talið og það sé greinanlegt í ýmsum orðum og
örnefnum. Það eru þó veigamiklir gallar á verki Þorvaldar og verður stiklað á
þeim helstu hér á eftir. Hér er ekki ætlunin að setja fram tæmandi lista um þær
athugasemdir sem ég vildi gera við þessa bók, en ef kafað yrði dýpra kallaði það
á mun lengri grein eða jafnvel aðra bók, sem ég efast um að næði sömu vinsældum
og bók Þorvaldar.
Ritdómar232
1 Erfitt er að finna upplýsingar um þetta félag á netinu. Vefsíða þess virðist ekki hafa
verið uppfærð síðan 2020 (Félag starfsfólks bókaverslana).