Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 242
Bókin skiptist í átta kafla auk formála og inngangs. Í formála segir höfundur
frá því hvernig áhugi hennar á rúnum vaknaði. Þar skiptir sköpum reynsla sem
hún varð fyrir í júlí 1969 þegar hún sá Gripshólmssteininn fræga við Mälaren-
vatn í Svíþjóð. Á honum er áletrun frá 11. öld sem hljóðar svo á fornsænsku:
Tola læt ræisa stæin þennsa at sun sinn Harald, broður Ingvars.
Þæir foru drengila / fjarri at gulli
ok austarla / ærni gafu.
Dou sunnarla / a Serklandi.
Á íslensku mætti þýða textann þannig: „Tóla lét reisa stein þennan eftir son sinn
Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengilega fjarri að gulli og austarlega erni gáfu,
dóu sunnarlega á Serklandi.“
Atvikið við Gripshólm varð til þess að Þórgunnur, sem upphaflega hafði hugs að
sér að verða meinatæknir, hóf nám í norrænum fræðum við háskólann í Stokk -
hólmi og starfaði svo í fjóra áratugi sem rúnafræðingur hjá sænsku fornminja-
stofnuninni. Doktorsritgerð hennar um rúnaristurnar á Gotlandi, sem hún varði
við Uppsalaháskóla, kom út árið 2002.
Sumarið 1995 varð Þórgunnur aftur fyrir hugljómun þegar hún sá legstein við
Grenjaðarstað í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar stendur:
Hér hvílir Sigríð Hrafnsdóttir, kvinna Bjarnar bónda Sæmundssonar.
Guð friði hennar sál til góðrar vonanar. Hver er letrið les, bið fyrir blíðri sál,
syngi signað vers.
Þegar Þórgunnur las þessa grafskrift varð hún staðráðin í að hefja skipulega rann-
sókn á íslenskum rúnaristum og fékk til þess styrk frá sænsku vísindaakademí-
unni úr sjóði rúnafræðingsins og Íslandsvinarins Svens B. F. Jansson. Af rakst ur -
inn af því mikla og merkilega starfi liggur nú fyrir í þessu riti, eins og hér verður
rakið í örstuttu máli.
Í inngangi er fjallað um eldri rannsóknir á rúnum á Norðurlöndum. Í því
sambandi er þáttur lærdómsmannsins Ole Worms áhugaverður og samband hans
við lærða Íslendinga. Sagt er frá Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi og Rúnareiðslu
hans og gefið yfirlit um rannsóknir á íslenskum rúnaristum frá 18. öld fram á
þennan dag. Í fyrsta kafla er greint frá hugmyndum um upphaf rúna hjá germ -
önskum þjóðum og stuttlega fjallað um elstu risturnar og þróun rúna á Norður -
löndum. Að lokinni umfjöllun um elstu rúnasteinana er vikið að breytingaskeiði
í rúnaletrinu sem helst í hendur við breytingar á norrænu sem leiðir til nýrra
rúnaletra á 8. og 9. öld. Loks er talað um þróun rúnaletranna frá 10. öld og fram
til 15. aldar. Í öðrum kafla er fjallað um upphaf og þróun íslenska rúnaletursins.
Þar er rætt um lærdómsmenn eins og Ara fróða og Þórodd rúnameistara, sér-
kenni íslenska rúnaletursins á miðöldum og rúnir á síðari öldum. Þá er komið að
umfjöllun um rúnir í eldri handritum. Greint er frá áhugaverðum nýmælum:
Þriðju málfræðiritgerðinni, sem Ólafur Þórðarson hvítaskáld ritaði um miðja 13.
öld, og rúnaþekkingu og rúnafræðslu eins og hún birtist í handritum fram á 17. öld.
Ritfregnir242