Víðförli - 01.03.1947, Síða 7

Víðförli - 01.03.1947, Síða 7
IIOKFT ÚT í HKIM harðvítuga ofsókn yfir hana. Svo mikið er víst, þótt erfitt sé hinsvegar að afla sér öruggrar vitneskju um, hve víðtæk sú ofsókn var. En það er staðreynd, að kirkjur voru teknar eignar- námi og öll kristin þjónusta mjög torvelduð, prestaskólum var lokað, ríkisvaldið lýsti opinskátt yfir fjandskap sínum við trú- arbrögðin og studdi hina s. n. guðleysishreyfingu. Rússnesk yfirvöld stefndu markvíst að útrýmingu alls átrúnaðar a.m.k. í hálfan nnnan áratug eftir byltinguna. Á árunum næstu fyrir stríð var orðin talsverð breyting á þessu. Guðleysisáróðurinn dró saman seglin, ríkisvaldið varð linara við kirkjuna. Og á stríðsárunum urðu þau tíðindi, að Sovétstjórnin samdi opinberan frið við kirkjuna. Friðurinn var staðfestur með hátíðlegu kjöri nýs patriarka (yfirbiskups), og við það tækifæri lýsti fulltrúi ríkisins yfir því, að kirkjan skyldi hér eftir hafa fullt frelsi til hverskonar nauðsynleg'rar starfsemi. Prestaskólar hafa verið opnaðir að nýju, ríkið hefur látið opna og afhenda kirkjur, sem lokað hafði verið og bannað að nota til guðsdýrkunar. Guðleysisáróðurinn er úr sögunni. Rómv.-kaþ. prestur, sem dvalið hefur í Moskvu sem opinber sendimaður Bandaríkjanna um 12 ára skeið, segir í blaðavið- tali, að óhætt sé að telja, að þriðjungur rússnesku þjóðarinnar sé guðstrúar. Hann þakkar það hollustu heimilanna við trúna á þeim árum, þegar allt opinbert trúboð var bannað. A stríðs- árunum, segir hann, leitaði þorri þjóðarinnar aftur i skaut kirkjunnar, hermenn og aðrir flykktust í kirkjur til bænagjörða og ríkisvaldið sýnir kirkjunni „vinsamlegt umburðarlyndi“. Hinn nýi patriark í Moskvu hefur látið svo ummælt í bréfi til „bræðra og systra“ erlendis, að „allt bendi til, að rússneska kirkjan eigi blómatíma í vændum" og að hún njóti „óskerts trúarlegs frelsis til þess að inna af hendi þjónustu sína við rússnesku þjóðina“. Rússneskir kirkjumenn, sem heimsóttu England í fyrra, sögðu frá því, að stjórnin í Moskvu hefði lofað að endurbyggja kirkjur, sem orðið hafa fyrir skemmdum. Árið 1940 voru taldir 4225 söfnuðir í Rússlandi, nú eru þeir yfir 20.000. Biskupsdæmin voru 28 árið 1940, nú 90. Árið 1944 voru

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.