Víðförli - 01.03.1947, Page 39

Víðförli - 01.03.1947, Page 39
NORSKA KIRKJAN HERNÁMSÁRIN 37 Um þetta leyti gaf leppstjórnin út þá skipun, að þagnar- skylda prestanna ttm skriptamál væri afnumin. Leitaði margur á þessum árum til prestsins, og þótti því gott að geta skyldað prestinn til ýmissa uppljóstrana, er máli skiptu. Var þetta fer- legt brot á rétti kirkjunnar og skyldu, seni hún hefur átt frá öndverðu. Lúta orð í bréfi biskupanna að þessu. Nú leið árið 1941 í aldanna skaut. Stóð þá svo, að nærri lá því, er varð: algjöru stríði milli kirkju og nazismans. „Norsk samling“ nefndist flokkur Quislings. Var hann sá eini, er leyfður var. Fólki var skipað að styðja hann á hverja lund. „Hirðin“, svo nefnd, fór um með brauki og bramli, mis- þyrrndi, myrti og kúgaði. Gegn öllu þvíliku hlaut kristin kirkja að í'ísa. Hún er ávallt vörn kúguðum og stormahlé í ofviðrum heiðninnar. Biskupar, prestar og leikmenn fóru um meðal fólks- ins, hlýddu á skriptamál þess, hugguðu, áminntu, upplýstu og boðuðu ena heilnæmu kenningu. „Kristent samrád“ var eð vakanda auga og eyra og hafði alla þræði í hendi sér, skipulagði, samræmdi, bað og las Guð.s orð. Fólk kom saman í kirkjum og samkomuhúsum og þyrsti eftir enu lifanda orði. Og einnig í heimahúsum bomu menn saman að hætti Lesaranna gömlu. Vakningar og hrifningaralda fór um gjörvallan Noreg. En hinsvegar herti stjórn Quislings tökin. Hún setti ákvæði og skipaði fyrir, þrengdi kosti manna, rúði og reitti. Og nú gjörðust tíðindi mikil. Þann enn 1. febr. 1942 gjörðust þeir atburðir, að Hitler kanzlari Þýzkalands gjörði Quisling að „stjórnarforseta“ (ministerpresident) í Noregi en þó háðan landsstjóranum þýzka, Terboven. Þótti Quisling þetta þvílík hefð'artign, að hann skipaði svo fyrir, að mikil hátíðahöld skyldu fara frani og nýr þjóðhátíðardagur gefinn þjóðinni, fremri 17. maí og 7. júní. Þótti hlýða að velja ena fornu dóm- kirkju í Niðarósi til hátíðamessu. Varð dómprófasturinn Arne Fjellbu að víkja frá altari og úr prédikunarstól við hámessuna þann dag fyrir quislingnum Blessing Dale. Var valdi beitt til þessa. Hugðist Fjellbu þá messa kl. 2 sama dag. Gekk hann til

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.