Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 39

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 39
NORSKA KIRKJAN HERNÁMSÁRIN 37 Um þetta leyti gaf leppstjórnin út þá skipun, að þagnar- skylda prestanna ttm skriptamál væri afnumin. Leitaði margur á þessum árum til prestsins, og þótti því gott að geta skyldað prestinn til ýmissa uppljóstrana, er máli skiptu. Var þetta fer- legt brot á rétti kirkjunnar og skyldu, seni hún hefur átt frá öndverðu. Lúta orð í bréfi biskupanna að þessu. Nú leið árið 1941 í aldanna skaut. Stóð þá svo, að nærri lá því, er varð: algjöru stríði milli kirkju og nazismans. „Norsk samling“ nefndist flokkur Quislings. Var hann sá eini, er leyfður var. Fólki var skipað að styðja hann á hverja lund. „Hirðin“, svo nefnd, fór um með brauki og bramli, mis- þyrrndi, myrti og kúgaði. Gegn öllu þvíliku hlaut kristin kirkja að í'ísa. Hún er ávallt vörn kúguðum og stormahlé í ofviðrum heiðninnar. Biskupar, prestar og leikmenn fóru um meðal fólks- ins, hlýddu á skriptamál þess, hugguðu, áminntu, upplýstu og boðuðu ena heilnæmu kenningu. „Kristent samrád“ var eð vakanda auga og eyra og hafði alla þræði í hendi sér, skipulagði, samræmdi, bað og las Guð.s orð. Fólk kom saman í kirkjum og samkomuhúsum og þyrsti eftir enu lifanda orði. Og einnig í heimahúsum bomu menn saman að hætti Lesaranna gömlu. Vakningar og hrifningaralda fór um gjörvallan Noreg. En hinsvegar herti stjórn Quislings tökin. Hún setti ákvæði og skipaði fyrir, þrengdi kosti manna, rúði og reitti. Og nú gjörðust tíðindi mikil. Þann enn 1. febr. 1942 gjörðust þeir atburðir, að Hitler kanzlari Þýzkalands gjörði Quisling að „stjórnarforseta“ (ministerpresident) í Noregi en þó háðan landsstjóranum þýzka, Terboven. Þótti Quisling þetta þvílík hefð'artign, að hann skipaði svo fyrir, að mikil hátíðahöld skyldu fara frani og nýr þjóðhátíðardagur gefinn þjóðinni, fremri 17. maí og 7. júní. Þótti hlýða að velja ena fornu dóm- kirkju í Niðarósi til hátíðamessu. Varð dómprófasturinn Arne Fjellbu að víkja frá altari og úr prédikunarstól við hámessuna þann dag fyrir quislingnum Blessing Dale. Var valdi beitt til þessa. Hugðist Fjellbu þá messa kl. 2 sama dag. Gekk hann til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.