Víðförli - 01.03.1947, Page 51

Víðförli - 01.03.1947, Page 51
UM MESSUNA 49 upplýsingar um einstök atriði messunnar þótt form hennar sé ekki ritað í heild. Hið elzta messuform, sem ritað er, er talið vera frá fyrsta þriðjungi þriðju aldar. Höfundur þess er Hippolytus biskup í Róm. Hann ritar þó aðeins textann við sjálft altarissakrament- ið. Hófst sá söngur með sörnu orðuin og enn í dag tíðkast um flest lönd og einnig var hér á landi, með'an messa Grallarans var við höfð. Þegar frarn á fjórðu öldina kemur, eru til messuform frá ýmsum lönduni ýmist heil eða hluti úr þeim. Úr því eru hand- rit til af messunni í heild allt fram á prentöld. Hér hefur aðeins verið bent á hið helzta frá elztu tímum kirkjunnar, en ekki til hlýtar rakin hin fjölmörgu gögn, sem í einu eða öðru varpa ljósi yfir feril messunnar um aldirnar. Hversu sem þau gögn eru könnuð, ber allt að sama brunni. Messan hefur á öllum öldurn snúizt urn altarissakramentið sem hinn sæla leyndardóm, þar sem menn meðtóku gjöf eilífs lífs. Enginn efi getur því leikið á um það, að messan er rétt ti! vor komin að efni og trúarinnihaldi og að það er lrinn sami hlutur, sem vér meðhöndlum í sakramentinu og sjálfur Drottinn afhenti postulunum, þegar hann sagði: „gerið þetta“. Skal nú aðeins vikið að þriðja atriðinu, valdi því, er með messunni býr, því rnestu rnáli skiptir, að hér séu ekki tilburðir einir, heldur þann veruleik að fá, sem meiri sé ómakinu við messugerðina. I æðstaprestsbæninni segir Drottinn m. a. „Eins og þú hefur gefið syninum vald yfir öllu holdi, til þess að hann gefi öllum, sem þú hefur gefið honum, eilíft líf“. Það er athyglisvert, að hann talar hér í bæn sinni um vald, sem hann hafi af Guði þegið, ekki til að láta á því kenna, að manna hætti, heldur til að gefa eilíft líf. Þegar hann gaf skírnarskipunina, sagði hann: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu, farið því“. Þegar hann afhenti postuhnuim lyklavaldið, sagði hann: „Eins og faðirinn sendi

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.