Jólablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13

Jólablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 13
7 ósjálfbjarga barn. ,,Ég, sem alltaf hef venð svó — svo vondur vil öll lítil börn, — af því að menmrmr voru vondir við þig. — Forláttu mér, drengurmn minn.“ ,,Vertu ekki að gráta, Dabbi minn. Við skulum hjálpa þér, sagði einn bræðranna. ,,Við skulum alltaf vera góðir við þig,“ bætti hann við. Kofa-Dabbi reis aftur upp í rúminu. Það var eins og hann væn að átta sig á því, hver talaði nú. Ef til vill hélt hann, að það væru englar jólanna, sem væru komnir með drengnum hans. „Við komum bara til að bjóða þer gleðileg jól, — við, — við skulum fara undir eins, ef þú vilt. “ Nú varð enn þögn. Gamli maðurinn hætti að gráta. Hann hvíldist stundarkorn, og drengirnir fóru aftur að verða í vafa um, hvað þeir ættu að segja eða gera. Þó fannst þeim jólin ekki vera eins langt í burtu og áð- an, þegar hurðin skall aftur á hæla þeim. Þeir heyrðu skrjáfa í einhverju yfir hjá rúminu. Svo kviknaði á eldspýtu og skjálfandi hönd brá upp ljósi, sem eitt augnablik lýsti með mildum bjarma um herbergið. Það skein í fölt og þreytulegt andlit gamla mannsins og tindraði í sex augun, sem störðu á hann yfir hjá þilinu. Það slokknaði aftur á eldspýtunm. „Bíddu, ég hef jólakerti," sagði elzti drengurinn, og áður en varði, voru allir komnir yfir að rúnnnu. Innan stundar logaði á litlu, rauðu kerti á baklausa stólnum við rúmstokkinn. Kofa-Dabbi lá út af á óhreinum koddanum, en augu hans störðu þögul á drengina. Það var eins og hann væn uppgefinn. Hann lét það afskiptalaust, þótt þeir kveiktu á flein kertum. Og hann skipti sér heldur ekki af því, þótt þeir röðuðu kræsing- unum fyrir framan hann. Eitt smáatvikið leiddi af öðru. Það var eins og allir forðuðust að minnast nokkuð á samtalið, sem fram hafði farið í myrkr- inu. En bræðurnir voru nú alveg búnir að jafna sig. Það varð þegjandi samkomulag um að fara ekki frá gamla manninum, fyrr en þeir væru búmr að hjálpa honum til að borða. Hann var þægur, ems og barn. Þeg- ar þeir fóru, þakkaði hann þeim ekki með orðum, en hann tók í hendur þeirra og strauk þær ótt og títt með titrandi og óstyrkri hendi, eins og laufblað blaktir fynr vmdi. Þeir komu sér saman um að segja engum frá hinum undarlegu spurn- mgum Kofa-Dabba. En lyvaða barn gat það venð, sem Kofa-Dabbi átti von á, að kænu til sín á jólunum? Gat það venð, að hann ætti við jóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.